Nýr vefmiðill frjálslyndra

Skjáskot af vefsíðu Róms

Í dag lítur vefmiðillinn Rómur dagsins ljós. Markmiðið með stofnun hans er að skapa vettvang fyrir ungt frjálslynt fólk til að skipa sér stærri sess í samfélagsumræðunni. Miðillinn er fyrst og fremst hugsaður til pistlaskrifa en fastir höfundar við stofnun eru 35 talsins.

Í tilkynningu segir að stefna Róms sé að hafa fagmennsku að leiðarljósi og leggja frjálslynd gildi til umræðunnar í vel rökstuddum greinum. Miðillinn er rekinn sem frjáls félagasamtök, fjármögnuð einungis af stofnendum miðilsins og er ekki rekinn í hagnaðarskyni.

„Höfundarnir eru fjölbreyttur hópur einstaklinga sem eiga það þó allir sameiginlegt að aðhyllast frjálslyndi. Innbyrðis má finna afbrotafræðing, hagfræðing, hjúkrunarfræðinema, jarðfræðinema, stjórnmálafræðing, verkfræðing, læknanema, laganema, sálfræðinema, og framhaldsskólanema,“ segir í tilkynningu.

Stefnan er að vikulega birtist að lágmarki þrír pistlar Rómverja; Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, auk ritstjórnargreinar á sunnudögum. Jafnframt á að gera listrænum gildum hátt undir höfði en reglulega munu birtast myndaseríur frá ljósmyndurum Róms.

Í fyrsta ritstjórnarpistli Róms segir: „Rómur er þannig hugsaður sem mótvægi við þeim jaðarskoðunum sem flesta dálka hafa fengið í dagblöðum landsins og flætt yfir bakka athugasemdakerfanna. Um leið er miðillinn tækifæri fyrir ungt fólk til þess að skipa sér sess og hefja upp raust sína.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK