Dýrasta stúdíó íbúðin í Breiðholti

Dýrasta fermetraverðið fyrir stúdíóíbúð var í Breiðholti í janúar.
Dýrasta fermetraverðið fyrir stúdíóíbúð var í Breiðholti í janúar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,1 prósent milli mánaða. Á síðastliðnum þremur mánuðum hefur vísitalan lækkað um 0,4 prósent en hækkað um 4,7 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum.

Í frétt Þjóðskrár Íslands kemur fram að vísitala leiguverðs hafi staðið í 145,9 stigum í janúar sl.

Meðalleiguverð á hvern fermetra í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes, var 2.865 krónur fyrir stúdíó íbúð, eða sem jafngildir t.d. 143 þúsund króna mánaðarleigu fyrir fimmtíu fermetra stúdíó.

Fyrir tveggja herbergja íbúð á sama svæði er meðalverðið 2.502 krónur á fermetrann og fyrir þriggja herbergja íbúð er meðalverðið 2.070 krónur. Miðað við áttatíu fermetra íbúð jafngildir þetta annars vegar 200 þúsund króna mánaðarleigu og hins vegar 165 þúsund krónum.

Lægsta meðalverðið fyrir tveggja og þriggja herbergja íbúð er í Breiðholti en þar er hins vegar hæsta meðalverðið á stúdíó íbúð. Ástæðan gæti verið lítið úrtak í meðaltalinu en samkvæmt yfirliti síðustu mánaða er ekki alltaf skráð verð fyrir stúdíóíbúð í hverfinu og er slíkum samningum þar með ekki þinglýst oft.

Ódýrasta stúdíóíbúðin er hins vegar í Garðabæ eða Hafnarfirði.

Dýrustu tveggja og þriggja herbergja íbúðirnar eru vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes.

Þegar litið er til landsbyggðarinnar er ódýrasta tveggja herbergja íbúðin á Suðurnesjum en ódýrasta þriggja herbergja íbúðin er á Austurlandi.

Meðaltal 850 samninga

Í leigugagnagrunni Þjóðskrár eru 850 samningar, sem þinglýst var í janúar 2016. Við úrvinnslu talnaupplýsinga um leiguverð var leigusamningum sem eru eldri en 60 daga við þinglýsingu, samningum þar sem herbergjafjöldi íbúða er ekki þekktur, samningum um félagslegar íbúðir o.fl. sleppt. Talnaupplýsingar um leiguverð í janúar 2016 eru því unnar upp úr 501 leigusamningum sem þinglýst var í janúar 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK