„Ekki lýst öðruvísi en óþolandi“

Hildur Sverrisdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson létu fyrir sér fara …
Hildur Sverrisdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson létu fyrir sér fara á fundi skipulags- og umhverfisráðs í gær.

Hildur Sverrisdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, lögðu fram nokkrar fyrirspurnir og tillögur á fundi ráðsins í gær. 

Í fyrsta lagi spurðu þau um örlög atvinnustarfseminnar á svæðum sem verið er að breyta í íbúðarbyggð. „Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð á þessu og næstu árum. Nægir að nefna Vogabyggð (Elliðaárvog), Höfðann, Skeifuna, Laugaveg og Múlana en á þessum reitum eru skráð mjög mörg og rótgróin fyrirtæki,“ segir í fyrirspurn þeirra.

„Ljóst er að atvinnustarfsemi margra þessara félaga samræmist ekki fyrirhugaðri íbúðabyggð þannig að þau eiga ekki annarra kosta völ en að undirbúa flutning og  sækja um nýjar lóðir fyrir starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu.“

Hvaða svæði fá þessi fyrirtæki?

Þau spurðu hvaða atvinnusvæði innan borgarmarkanna hafi verið skipulagt fyrir þessi fyrirtæki, hver undirbúningurinn á þeim svæðum hafi verið og hvenær framkvæmdum við vegagerð og aðra grunnþjónustu verði lokið. „Hvenær mun úthlutun atvinnulóða hefjast?“ spurðu Hildur og Júlíus en málinu var frestað til seinni tíma.

Þá lögðu þau Hildur og Júlíus einnig fram tillögu um að greinargerð um þær reglur sem gilda um framkvæmdir í miðborgum Evrópu yrði tekin saman. „Að undanförnu hafa íbúar og rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur og á svonefndum þéttingarreitum í eldri hverfum orðið að þola mikið ónæði vegna byggingarframkvæmda. Oft hafa skapast aðstæður sem ekki verður lýst öðruvísi en sem óþolandi fyrir þau sem næst eru byggingarstað,“ segja þau.

Í greinargerðinni leggja þau til að athyglinni verði sérstaklega beint að þeim borgum þar sem uppbygging í sögulegum miðborgum hefur verið mikil á undanförnum árum. Jafnframt verði gerð samantekt á þeirri tæknilegu þróun sem orðið hefur á tækjum sem notuð eru við jarðvinnu við þessar aðstæður.

<br/>

Þá segja þau ýmislegt benda til þess að reglurnar sem um þetta gilda séu of rúmar.

<br/>

Lagt er til að vinnu við þetta verði hraðað vegna mikillar uppbyggingar sem einkum tengist aukinni ferðaþjónustu. 

Sjálfræði um að leyfa dýr

Að lokum óskuðu þau eftir upplýsingum um meðferð á tillögu borgarstjórnar er snýr að því að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr, svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum o.s.frv.

<br/><br/>

„Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska,“ segir í fyrirspurn Hildar og Júlíusar þar sem jafnframt er óskað þess að rekið verði á eftir viðbrögðum.

Júlíus Vífill
Júlíus Vífill mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sveitafélögin ættu sjálf að ráða reglum um það á hvaða …
Sveitafélögin ættu sjálf að ráða reglum um það á hvaða stöðum er leyfilegt að hafa dýr segja Hildur og Júlíus. Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK