Sektað fyrir villandi auglýsingar

Bílainnflutningsfyrirtækinu Úranusi hefur verið gert að greiða þrjú hundruð þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun Neytendastofu frá árinu 2014.

Þá bannaði Neytendastofa fyrirtækinu að auglýsa fimm ára ábyrgð án frekari tilgreiningar og að telja ábyrgðartíma byrjaðan að líða frá skráningardegi en ekki við afhendingu þar sem auglýsingarnar voru taldar villandi.

Þar var Toytota á Íslandi ehf. sem kvartaði yfir auglýsingunum. 

Í nýrri ákvörðun Neytendastofu segir að þrátt fyrir að orðalagi auglýsinga Úranusar hafi verið lítillega breytt þá væru þær enn villandi um ábyrgðartíma bifreiðanna. 

Hér má lesa ákvörðunina í heild.

Úranus hefur þegar hafið kæru­ferli til áfrýj­un­ar­nefnd­ar neyt­enda­mála til að fá ákvörðun­ina ógilda.

Frétt mbl.is: Stuttar auglýsingar útilokaðar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK