Til höfuðs kynbundnum launamun

Frá kvennafrídeginum. „Það þarf meira til en góðan ásetning til …
Frá kvennafrídeginum. „Það þarf meira til en góðan ásetning til að útrýma launamun kynjanna,“ segir Margrét. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Margrét Vilborg Bjarnadóttir segir að það sé í sjálfu sér ekki svo snúið að reikna út hver kynbundinn launamunur er innan fyrirtækis. Allt sem þarf er töflureiknir og launatölur fyrirtækisins. Hitt er flóknara; að koma auga á bestu leiðina til að leiðrétta launamuninn. „Ef hallar á konurnar væri einfaldlega hægt að hækka laun allra kvenkyns starfsmanna um þann prósentumun sem er á kynjunum, en það yrði dýr lausn,“ segir hún.

Margrét er lektor við Maryland-háskóla þar sem hún kennir gagnagreiningu (e. data analytics). Margrét tekur þátt í Gullegginu í ár ásamt David Andersen sem kennir við CUNY í New York. Fyrirtækið sem þau vinna að því að koma á laggirnar heitir Pay Analytics. Þar verður boðið upp á þá þjónustu að greina í þaula kynbundinn launamun og hjálpa fyrirtækjum og stofnunum í framhaldinu að móta vandaða aðgerðaáætlun.

„Hugmyndin kviknaði þegar vinur minn færði í tal að fyrirtækið hans ætti við vanda að glíma með kynbundinn launamun. Þar hafði verið tekin sú ákvörðun að stemma markvisst stigu við kyndbundnum launamun, nema hvað að ári síðar sýndu mælingar að ekkert hafði breyst. Það þarf meira til en góðan ásetning til að útrýma launamun kynjanna.“

4,8 til 7,1% óútskýrður munur

Í umræðunni er ýmsum tölum slengt fram um muninn á launum kvenna og karla, en oft er ekki verið að ræða um sama hlutinn. „Þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti talar um að konur fái aðeins um 78% af launum karlmanna, þá er hann að tala um muninn á meðallaunum karla og kvenna í Bandaríkjunum. Bilið minnkar þegar leiðrétt er fyrir menntun, reynslu, skyldum og öðrum breytum en síðustu tölur benda til að óútskýrður launamunur sé 4,8 til 7,1%, karlmönnum í hag,“ útskýrir Margrét. Pay Analytics skoðar einmitt allar helstu breytur fyrir hvern og einn starfsmann, og fær þannig út nákvæmari tölu en ef horft væri eingöngu til launa og kyns.

Útreikningarnir sem fást með þessu sýna ekki bara hver munurinn er heldur hvaða starfsmenn víkja lengst frá því sem kalla mætti eðlileg laun fyrir vinnuframlag sitt, hvort sem þeir fá óvenju mikið greitt eða of lítið. Margrét segir gögnin sem Pay Analytics vinnur ekki aðeins gagnast til að leiðrétta kynbundinn mun heldur líka koma auga á starfsmenn sem eðlilegt væri að umbuna betur, ella hætta á að þeir leiti sér að vinnu annars staðar þar sem launin endurspegluðu betur getu þeirra og framlag.

Krafa um opinbera birtingu

En af hverju að hafa af þessu miklar áhyggjur? Er það ekki bara ávinningur fyrir vinnuveitandann ef sumt fólk er reiðubúið að þiggja lægri laun en það verðskuldar? Margrét segir að þvert á móti geti ósanngjörn laun komið starfsmannamálum fyrirtækis eða stofnunar í ógöngur og jafnvel gert vinnuveitandann skaðabótaskyldan.

„Þetta snýst meðal annars um það að geta laðað til sín hæfasta fólkið. Það sendir ákveðin skilboð til umsækjenda, og þá ekki síst kvenkyns umsækjenda, að geta sagt þeim að rétt sé staðið að þessum málum. Í löndum eins og Bretlandi er byrjað að gera þá kröfu að vinnustaðir mæli og birti tölur um kynbundinn launamun, og álitsmissir að koma illa út í slíkum mælingum,“ útskýrir Margrét. „Þá er það núna komið í lög í Kaliforníu í Bandaríkjunum að fyrirtæki þurfa að geta sannað að þau borgi jöfn laun fyrir sams konar störf ella eigi þau á hættu að vera dæmd til greiðslu bóta fyrir mismunun. Færa lögin sönnunarbyrðina yfir á vinnuveitandann.“

Tvenns konar lausnir

Ímyndar Margrét sér að Pay Analytics muni bjóða upp á tvenns konar vörur: annars vegar að selja hugbúnað sem þjónustu (SaaS) og hins vegar að vinna með stóru launamála- og mannauðsstjórnunarfyrirtækjunum. Hún segir að svo virðist sem engin sambærileg lausn sé í boði en það ríði á að vinna hratt enda líklegt að fleiri muni reyna að smíða sams konar vöru. Hefur Pay Analytics þegar lagt inn einkaleyfisumsóknir fyrir lausnir sínar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Er nú unnið að prófunum með nokkrum fyrirtækjum til að tryggja að lausnin geti svarað öllum þeim spurningum sem koma upp.

Sér Margrét fyrir sér að þetta verði bara fyrsta skrefið. „Stóra sýnin er að búa til „one stop shop“ með alls kyns greiningartækjum fyrir mannauðsstjórnendur. Það þykir orðið sýnt að á 21. öld þarf meira til en gott innsæi til að leysa mörg mannauðsstjórnunarverkefni vel af hendi og munum við færa stjórnendum í hendurnar tækin til að tækla margs konar

Síðustu tölur benda til að óútskýrður launamunur sé 4,8 til …
Síðustu tölur benda til að óútskýrður launamunur sé 4,8 til 7,1% að sögn Margrétar. Af vef Evrópuvaktarinnar
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK