Jólapakkavonbrigði í Kauphöll

Frá Kauphöll Íslands.
Frá Kauphöll Íslands. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stemmningin á hluta­bréfa­markaði er eins og á jólunum þegar þú ert hálfn­aður með að opna jóla­pakkana og ert búinn að fá fjóra mjúka pakka en bara tvo harða.

Þetta hefur greiningardeild Capacent að segja um uppgjörin sem voru kynnt í síðustu viku og viðbrögðin sem fylgdu á markaði. Icelandair Group leiddi lækkunina í ríflega 3,7 milljarða króna viðskiptum. Bréf félagsins lækkuðu um rúm 7,5% og jafngildir það því að markaðsvirði félagsins hafi rýrnað um tæpa 14 milljarða króna. 

Þá lækkuðu fjarskiptafyrirtækin Vodafone og Síminn bæði um meira en 3%. Útgerðarfélagið HB Grandi tók einnig skarpa dýfu en rétti þó eilítið úr kútnum í lok föstudags. Nam lækkunin í heild tæpum 3%. 

Greiningardeild Capacent bendir á að miklar væntingar virðast hafa verið bundnar við afkomu Icelandair vegna væntinga um ferðamannastraum. Þær virðist hafa brotlent en rétt sé þó að hafa í huga að aðeins fyrsta ársfjórðungi af fjórum sé lokið.

Frétt mbl.is: Icelandair tapar 2 milljörðum

Þá segir að uppgjör símfélaganna hafi einnig valdið vonbrigðum og bent er á að markaðurinn hafi brugðist við fréttum um að Hampiðjan væri að losa um 8,79% eign sína í HB Granda. 

Frétt mbl.is: Kristján losar hlut í HB Granda

Uppgjör N1 hafi hins vegar verið sterkt og vel tekið á markaði. 

N1 og trygg­ingar- og fast­eigna­fé­lagin hafi því haldið aftur af verð­lækk­unum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK