Greiddi lítið af skuldum sínum

Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sat fyrir svörum á …
Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Innlánin sem SpKef safnaði á starfstíma sínum og nutu ríkisábyrgðar voru aðeins að takmörkuðu leyti notuð til að greiða af lánum sjóðsins sem ekki nutu ríkisábyrgðar. Stærstu lán sjóðsins höfðu verið fryst á þessum tíma þegar viðræður við kröfuhafa stóðu yfir.

Þetta segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við mbl. Gylfi kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og svaraði fyrir fall SpKef. Meðal annarra gesta voru starfsmenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ásamt Steingrími J. Sigfússyni, fyrrverandi fjármálaráðherra.

Á nefndarfundinum sagði Gylfi að ríkið hefði orðið fyrir takmörkuðu viðbótartapi með stofnun SpKef á grunni Sparisjóðs Keflavíkur og á starfsárunum 2009 til 2011 þegar vandræði sjóðsins voru ljós.

Rekstrarkostnaður lítill hluti

Ný innlán, með ríkisábyrgð, hefðu ekki búið til tjónið. Tjónið hafi falist í slæmu eignasafni sem varð til fyrir hrun. Hafi upphæðin sem lenti á ríkinu hækkað á árunum 2009 til 2011, hafi það fyrst og fremst vegna rekstrarkostnaðar, sem féll til á þessum árum. Það sé lítill hluti af heildarupphæðinni.

Ekki nutu allar skuldbindingar sparisjóðsins ríkisábyrgðar en innlánin gerðu það hins vegar. 

Aðspurður hvort innlánin hafi á þessum árum verið notuð til að framlengja líf sjóðsins með því að greiða af öðrum lánum, sem ekki voru forgangskröfur, og þar með ekki með ríkisábyrgð, segir Gylfi að sjóðurinn hefði strax dáið á haustinu 2008 án innlána. „Geta sjóðsins til að laða til sín innlán hélt honum á floti þar sem hann hefði annars orðið uppiskroppa með laust fé,“ segir Gylfi.

Hann segist þó ekkert þora að fullyrða um það hversu mikið hafi verið greitt af lánum, sem annars hefði ekki verið greitt af. „Ég sá nú ekki betur en að flest lánin hafi verið í frystingu og þá allavega þessi erlendu lán sem mestu máli skiptu,“ segir hann. „Þannig það hefur nú varla mikið, ef þá nokkuð verið greitt af þeim,“ segir hann. „Hvað önnur lán varðar þekki ég ekki en það var varla mikið í hinu stóra samhengi,“ segir hann.

Venjulegir reikningar greiddir

Gylfi segir að ýmsir reikningar hafi af sjálfsögðu verið greiddir á starfstíma sjóðsins. Það skipti hins vegar ekki sköpum fyrir reikninginn sem lenti á ríkinu. „Hann var svona af því eignasafnið var svona slæmt og hluti af því blasti nú eiginlega strax við haustið 2008 vegna þess að sjóðurinn átti hlutafé í hinu og þessu og þá meðal annars í öðrum fjármálafyrirtækjum sem voru nánast verðlaus,“ segir hann.

Gylfi segir að erfitt hafi verið að átta sig á virði útlána og hversu mikið af þeim myndu innheimtast. „Það er megnið af eignum fjármálafyrirtækis og væntingar um það fóru versnandi ár frá ári,“ segir hann.

„Um áramótin 2008 til 2009 átti hann að eiga eigið fé sem var um sjö prósent af öllum eignum og þar með auðveldlega að eiga fyrir öllum innistæðum. Síðan voru gerðar ýmsar greiningar og fleiri voru að meta þessi útlán og matið versnaði alltaf með hverri skýrslunni,“ segir Gylfi. „Þegar það kom fram á árið 2011 og SpKef var færður yfir til Landsbankans leist mönnum svo illa á þetta og töldu að þetta myndi ekki duga fyrir innistæðum. En á árinu 2009 og framan af 2010 var útlit fyrir að sparisjóðurinn myndi eiga fyrir innistæðum þrátt fyrir að vera illa leikinn.“

Spari­sjóður­inn var tek­inn yfir af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu vorið 2010 og var hon­um breytt í SpKef, sem var síðan tek­inn yfir af Lands­bank­an­um árið 2011. Gjaldþrot SpKef kostaði al­menn­ing um 25 millj­arða króna.

Frétt mbl.is: Vildu ekki tapa meiri peningum

Frétt mbl.is: Af hverju var heng­ingaról­in lengd?

Frétt mbl.is: End­ur­reisn SpKef póli­tísk ákvörðun

Frétt mbl.is: Ákærður fyr­ir 700 millj­óna króna umboðssvik

Á FUNDI stofnfjáraðila Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis (SpHorn) á miðvikudag …
Á FUNDI stofnfjáraðila Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis (SpHorn) á miðvikudag var samþykkt að auka stofnfé sparisjóðsins til að endurskipuleggja fjárhagsstöðu hans og mun Sparisjóður Vestmannaeyja (SpVm) kaupa allt viðbótarstofnféð Jim Smart
Geirmundur Kristinsson, fyrrum sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, hefur verið ákærður fyrir …
Geirmundur Kristinsson, fyrrum sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, hefur verið ákærður fyrir umboðssvik. Morgunblaðið/Sverrir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK