Ný stjórn Ankra skipuð

Frá vinstri til hægri, Hrönn Margrét Magnúsdóttir, Hjörleifur Pálsson, Svanhvít …
Frá vinstri til hægri, Hrönn Margrét Magnúsdóttir, Hjörleifur Pálsson, Svanhvít Friðriksdóttir, Hilmar Bragi Janusson og Kristín Ýr Pétursdóttir Mynd/Baldur Kristjánsson

Ný stjórn Ankra - Feel Iceland var skipuð síðastliðinn föstudag. Hana skipa Hilmar Bragi Janusson stjórnarformaður, Hjörleifur Pálsson og Svanhvít Friðriksdóttir.

Hilmar Bragi Janusson er forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann var áður framkvæmdastjóri vöruþróunar og rannsóknastarfs hjá Össuri hf.

Hjörleifur Pálsson er löggiltur endurskoðandi og var fjármálastjóri Össurar hf. Hann situr nú í hinum ýmsu stjórnum þar á meðal í stjórn Háskólans í Reykjavík og Vodafone.

Svanhvít Friðriksdóttir situr í framkvæmdastjórn WOW air og er samskiptastjóri flugfélagsins. Hún er einnig formaður Almannatengslafélags Íslands.

Hafa sett þrjár vörur á markað

Ankra - Feel Iceland var stofnað haustið 2013 af Hrönn Margréti Magnúsdóttur og Kristínu Ýr Pétursdóttur en fyrirtækið sérhæfir sig í húðvör­um og fæðubóta­efnum unnið úr íslenskum sjávarafurðum.

Eitt af markmiðum Ankra er að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða með fullþróun vara sem seldar eru hérlendis og erlendis. Ankra-Feel Iceland hefur sett á markað vörurnar, Amino Marine Collagen sem er fæðubótarefni unnið úr íslensku fiskroði, Be Kind-Age Rewind sem er náttúrulegt andlitsserum unnið úr kollageni og ensímum og Age Rewind Skin Therapy sem eru hylki til inntöku fyrir húðina sem innihalda kollagen, hyaluronic sýru og C-vítamín.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK