Kaupir allt hlutafé í Aðalskoðun

Aðalskoðun í Skeifunni
Aðalskoðun í Skeifunni Ernir Eyjólfsson

Félagið Skjöldur og skoðun hefur keypt allt hlutafé í bifreiðarskoðunarfyrirtækinu Aðalskoðun, en Skjöldur og skoðun er móðurfélag Aðstoðar og öryggis sem rekur þjónustu undir nafninu árekstur.is. Ómar Þorgils Pálmason, eigandi Skjaldar og skoðunar, segir að með þessu sé félagið að stækka við reksturinn. Áfram verði þó félögin rekin aðskilin og segist hann ekki eiga von á neinum breytingum á rekstri þeirra.

Undir merkjum Aðalskoðunar eru reknar fimm skoðunarstöðvar. Fjórar þeirra eru í Reykjavík en ein í Reykjanesbæ. Ómar segir að félagið sé keypt af fjölskyldum Jafets Ólafssonar, Egils Rafns Árnasonar og Kristjáns Gíslasonar.

„Þetta er vel rekið fyrirtæki og ég sé ekki fyrir mér neinar sérstakar breytingar á því,“ segir Ómar og bætir við að þar sem kaupin séu nýlega frágengin hafi engin ákvörðun verið tekin um frekari skref eða stækkun félagsins.

Hjá Aðalskoðun starfa 30 starfsmenn og fjórir hjá Aðstoð og öryggi. Ómar segir kaupverðið vera trúnaðarmál.

Ómar Þorgils Pálmason, eigandi Skjaldar og skoðunar,
Ómar Þorgils Pálmason, eigandi Skjaldar og skoðunar,
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK