Límast við húddið við árekstur

Húddið á bílnum er límhúðað samkvæmt þessu.
Húddið á bílnum er límhúðað samkvæmt þessu. Mynd/Google

Gangandi vegfarendur sem verða fyrir sjálfkeyrandi bílum Google mega búast við því að límast við húddið ef marka má nýja tækni sem fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi fyrir. 

Húddið á bílnum verður límhúðað en hins vegar mun annað efni þekja límhúðina til þess að allt sem á vegi verður límist ekki við bílinn. Þegar áreksturinn er harður rofnar hins vegar ytri húðin og sá sem verður fyrir bifreiðinni límist við.

Þetta á að koma í veg fyrir frekari meiðsli sem orðið geta þegar manneskja hendist aftur í götuna eftir árekstur.

Google hefur sótt um einkaleyfi fyrir fjölda nýrra tækninýjunga og hafa ekki allar orðið að veruleika. Þrátt fyrir að tæknirisinn hafi tryggt sér þetta einkaleyfi er því ekki alveg víst að tæknin verði nýtt.

Sjálfkeyrandi bílar eiga að vera öruggari en þeir sem mannfólk stjórnar. Þrátt fyrir það geta bílarnir lent í árekstrum og lenti einn af bílum Google í árekstri við rútu í febrúar sl.

Frétt mbl.is: Hvernig virka sjálfkeyrandi bílar?

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK