Uber prófar sjálfkeyrandi bíl

Sjálfkeyrandi bíll Uber á götum Pittsburgh.
Sjálfkeyrandi bíll Uber á götum Pittsburgh. Ljósmynd/Uber

Leigubílaþjónustan Uber hefur hafið prófanir á sjálfkeyrandi bílum og fellur það vel að markmiði fyrirtækisins um að gera bílaeign ónauðsynlega. Framboð á bílstjórum hefur talist helsta hindrunin og virðist nú eiga að ryðja henni úr vegi.

Fyrirtækið hefur staðfest að prófanir á sjálfkeyrandi bíl séu hafnar í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nauðsynlegum útbúnaði hafi verið komið fyrir í Ford Fusion bifreið.

Í frétt BBC er bent á að Uber nálgist fyrrnefnt markmið óðfluga. Í flestum stórborgum á bíll frá Uber að geta sótt viðskiptavini á innan við fimm mínútum. Sífellt fleiri nýta sér þjónustu fyrirtækisins og hefur framboð á bílstjórum verið talist helsta hindrunin fyrir frekari stækkun.

Í tilkynningu Uber segir að þjálfaður bílstjóri sé að fylgjast með sjálfkeyrandi bílnum á öllum stundum. 

Uber hefur þá einnig slegist í lið með Google og fleiri stórfyrirtækjum er mynda hagsmunasamtök sem vinna að því að knýja fram nauðsynlegar breytingar á regluverkinu í Bandaríkjunum til að hægt sé að koma sjálfkeyrandi bílum í almenna umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK