Skúli botnar ekki í flugflota Icelandair

Skúli Mogensen, eigandi WOW air.
Skúli Mogensen, eigandi WOW air. Rax / Ragnar Axelsson

Bæði Icelandair og WOW air eru að taka í notkun þotur sem eru mun stærri en þær flugvélar sem félögin hafa hingað til notað. Stóri munurinn er að breiðþotur WOW eru nýlegar á meðan þotur Icelandair eru 15 ára gamlar.

Eftir tvö ár fær Icelandair hins vegar afhentar splunkunýjar vélar en þær taka hins vegar mun færri farþega. Í samtali við Túrista segist forstjóri WOW air ekki átta sig ekki á samsetningu flugflota Icelandair. 

WOW tók í síðustu viku í notkun glænýja Airbus 321 þotu með sæti fyrir 200 farþega og önnur eins bætist við á næstu vikum. Einnig fær félagið bráðlega þrjár Airbus 330-breiðþotur með sætum fyrir 350 farþega.

Fréttmbl.is:WOW fær tvær vélar beint úr kassanum

WOW fékk tvær nýjar vélar í síðustu viku.
WOW fékk tvær nýjar vélar í síðustu viku. Ljósmynd/WOW

Flugfloti Icelandair mun taka stakkaskiptum á fyrri hluta ársins 2018 þegar félagið fær afhentar fyrstu vélarnar af gerðunum Boeing 737 MAX8 og 737 MAX9. Félagið gekk frá pöntun á sextán þotum af þessum tegundum og á auk þess kauprétt á átta vélum í viðbót. Max þoturnar taka hins vegar mun færri farþega eða 153 annars vegar og 172 hins vegar.

Flugvélakostur íslensku flugfélaganna mun því þróast í ólíkar áttir á næstu árum.

Í samtali við Túrista segist Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, ekki sjá annað fyrir sér en að félagið muni halda áfram að byggja upp flota með stærri vélum sem taka að lágmarki 200 farþega.

„Flugvellir víða um heim eru að fyllast eða eru orðnir fullir, ekki bara í London, Frankfurt, New York og Boston heldur líka Keflavíkurflugvöllur. Því er eina leiðin til að fjölga farþegum að nota stærri flugvélar í núverandi afgreiðslutímum (slottum) og það er klárlega sú leið sem við ætlum,” segir Skúli.

Norðurljósavél Icelandair.
Norðurljósavél Icelandair. mbl.is/Ómar Óskarsson

Áttar sig ekki á þróun mála

Sem fyrr segir stefnir í að þorri flugvéla Icelandair verði hins vegar með mun færri sæti og segist Skúli ekki átta sig þróun mála hjá keppinautinum.

„Ég botna ekkert í flotastefnu Icelandair, hvorki að halda áfram að taka inn tuttugu ára gamlar vélar í núverandi árferði né að fjárfesta í þotum sem rúma færri farþega en vélarnar sem fyrir eru. Sérstaklega á meðan vextir á fjármálamörkuðum eru í sögulegu lágmarki og eldsneytissparnaðurinn af því að vera með nýjan flota stendur hæglega undir mismuninum við að kaupa nýjar flugvélar. Við fjármögnum okkur erlendis og það er ánægjulegt að sjá hvað við fáum frábær kjör hjá erlendum bönkum og það gerir okkur kleift að fylgja þessari stefnu,” segir Skúli í samtali við Túrista.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK