Gríðarleg hækkun hjá Eimskipum

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréf Eimskipafélags Íslands hækkuðu um 9,25 prósent í viðskiptum dagsins. Velta með bréfin nam 1,4 milljörðum króna og viðskiptin voru sextíu talsins. 

Þetta var langmesta hækkunin í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið birti gott uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung í morgun og hækkaði afkomuspá ársins. 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,58 prósent í viðskiptum dagsins. Næstmest hækkuðu bréf Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, eða um 3,46 prósent. Mest lækkuðu bréf HB Granda, eða um 2,08 prósent, en félagið birti í vikunni uppgjör er sýndi tekjusamdrátt milli ára.

Frétt mbl.is: Besta ársbyrjun Eimskips frá 2009

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK