Stjórnarráðið borgar 13 þúsund fyrir flugið

Ríkið mun ganga til samn­inga við flug­fé­lagið WOW air vegna …
Ríkið mun ganga til samn­inga við flug­fé­lagið WOW air vegna farmiðakaupa til tveggja áfangastaða. Samsett mynd

Meðalverð á flugferðum sem stjórnarráðið mun kaupa fyrir starfsmenn sína hjá WOW er 13.462 krónur. Ríkið mun ganga til samninga við flugfélagið eftir útboð á farmiðakaupum og var tilboð WOW langt undir áætluðu kostnaðarverði.

Útboð á farmiðakaupum stjórnarráðsins fór fram á dögunum og var WOW eina félagið sem skilaði inn tilboði. Leitað var tilboða í flugferðir til Parísar, Kaupmannahafnar og Brussel, algengustu áfangastaði starfsmanna stjórnarráðsins, og skilaði WOW inn tilboði fyrir tvær fyrrnefndu borgirnar: París og Kaupmannahöfn. Félagið flýgur ekki til Brussel.

Í frétt Túrista kemur fram að kostnaðaráætlun vegna útboðsins hafi hljóðað upp á sautján milljónir króna. Ferðirnar til Brussel vógu þyngst og áætlaður kostnaður við flugin til Parísar og Kaupmannahafnar var 9,3 milljónir króna.

WOW air bauð hins vegar 3,5 milljónir, eða 38 prósent af kostnaðarverði, í flugið til borganna tveggja. Um er að ræða kaup á 260 flugleggjum og meðalverð hvers og eins er þá 13.462 krónur.

Afsláttur í seinni hlutanum

Útboðið var í tveimur hlutum en í seinni hluta þess var óskað eftir eftir föstum afslætti, ekki föstu verði, í flug til fyrrnefndra þriggja borga auk sjö annarra; Stokkhólms, Óslóar, London, Helsinki, New York, Washington og Genfar.

Tilboð Icelandair var metið ógilt og þar með tókst ekki að uppfylla þá kröfu stjórnarráðsins að samið yrði við að minnsta kosti tvö flugfélög um flug til borganna tíu.

Því verður ekki gerður afsláttarsamningur við WOW um flug til þessara staða en félagið býður upp á áætlunarferðir til sex af borgunum tíu.

Þessa dagana er unnið að und­ir­bún­ingi á útboði á flug­farmiðum fyr­ir stofn­an­ir rík­is­ins. Stjórn­ar­ráðið hyggst taka þátt í því útboði þar sem ekki náðist að semja um al­menn af­slátt­ar­kjör í ný­a­f­loknu útboði.

Frétt mbl.is: Ríkið semur við WOW air

Ætti ekki að vera svona flókið

Í samtali við Túrista fagnar Skúli Mogensen, forstjóri WOW, því að hafa unnið fyrsta áfanga útboðsins en segist þó ekki skilja hvers vegna ferlið þurfi að vera svona flókið. „Í mínum huga á einfaldlega að setja skýra reglu um að opinberir starfsmenn ríkis, sveitarfélaga, ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja beri ávallt að velja ódýrasta flugið. Allt annað er sóun á almannafé,” segir Skúli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK