Eimskip hækkar áfram

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréf Eimskipafélags Íslands hækkuðu mest í Kauphöllinni í dag, eða um 3,33% í 610 milljóna króna viðskiptum. Viðskiptin með bréf félagsins voru alls 35 talsins. 

Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag nam 2,8 milljörðum króna og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,87%.

Hlutabréf Eimskipa ruku upp á föstudaginn eftir að félagið kynnti sterkt uppgjör og hækkaði afkomuspá ársins.

Frétt mbl.is: Gríðarleg hækkun hjá Eimskipum 

Einnig var mikil velta með bréf Icelandair Group og hækkuðu bréf félagsins um 1,37% í 1,2 milljarða króna veltu en viðskiptin voru alls 24 talsins. Einnig hækkuðu bréf HB Granda, eða um 1,17%, en þau lækkuðu nokkuð fyrir helgi eftir að félagið kynnti síðasta ársfjórðungsuppgjör er fól í sér nokkurn tekjusamdrátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK