Forstjóri ZIG framdi sjálfsvíg

Martin Senn, fyrrverandi forstjóri Zurich Insurance Group.
Martin Senn, fyrrverandi forstjóri Zurich Insurance Group. AFP

Fyrrverandi forstjóri tryggingafélagsins Zurich Insurance Group, Martin Senn, framdi sjálfsvíg á föstudaginn en hann hætti störfum hjá fyrirtækinu í desember. Þáverandi fjármálastjóri fyrirtækisins, Pierre Wauthier, framdi sjálfsvíg fyrir tæpum þremur árum síðan.

Senn starfaði hjá Zurich Insurance Group í fjölmörg ár var forstjóri fyrirtækisins í sex ár. Hann var 59 ára gamall. Senn hætti störfum eftir að yfirtaka fyrirtækisins á breska tryggingafélaginu RSA Group rann út um þúfur síðastliðið haust. Unnið hafði verið að yfirtökunni um langt skeið en eftir að hlutabréf tryggingahluta Zurich Insurance Group höfðu lækkað nokkuð skarpt var hætt við. 

Bréfin lækkuðu m.a. í kjölfar þess að fyrirtækið þurfti að greiða út 275 milljóna dollara bætur eftir sprengingar í Tianjin í Kína í fyrra. 

Fjármálastjórinn Wauthier starfaði með Senn en hann framdi sjálfsvíg á heimili sínu í Sviss í ágúst 2013. Hann skildi eftir skilaboð þar sem hann minnist á fyrrverandi stjórnarformann Zurich Insurance Group, Josef Ackermann. Kenndi fjölskylda Wauthier vinnuálagi um dauða hans og sagði Ackermann af sér skömmu síðar.

Um 55 þúsund manns starfa hjá Zurich Insurance og fyrirtækið selur tryggingar í um 170 löndum.

Frétt CNN Money.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK