Greiddu of lágt verð fyrir Dell

Michael Dell, stofnandi og forstjóri tölvurisans Dell.
Michael Dell, stofnandi og forstjóri tölvurisans Dell. AFP

Michael Dell, forstjóri og stofnandi tölvufyrirtækisins Dell, og fjárfestingarsjóðurinn Silver Lake Partners greiddu of lágt verð fyrir fyrirtækið þegar þeir tóku það yfir árið 2013. Þetta er niðurstaða dómara í Delawere í Bandaríkjunum.

Michael Dell og sjóðurinn greiddu 24,9 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 3.114 milljörðum króna, fyrir fyrirtækið en dómarinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að þeir hefðu undirverðlagt fyrirtækið um 22%. Gætu þeir þurft að greiða þeim fjárfestum sem lögðust gegn yfirtökutilboðinu tugir milljóna dala í skaðabætur.

Úrskurður dómarans nær til 5,5 milljóna hlutabréfa í tölvurisanum, að því er segir í frétt Reuters.

Nokkrir hluthafar Dell höfðuðu dómsmál eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti yfirtökutilboð Michaels og sjóðsins. Var dómaranum falið að leggja mat á hvert væri sanngjarnt verð fyrir fyrirtækið.

Fjárfestirinn þekkti Carl Icahn var einn þeirra sem hvatti hluthafa Dell til þess að leggjast gegn yfirtökutilboðinu og höfða dómsmál.

Dómarinn, Travis Laster, komst að þeirri niðurstöðu að sanngjarnt verð væri 17,62 Bandaríkjadalir á hlut, ekki 13,75 Bandaríkjadalir, eins og tilboð Michael og Silver Lake Partners hljóðaði upp á.

Hluthafar Dell lögðu fram gögn sem sýndu fram á að rétt verð væri 28,61 Bandaríkjadalir á hlut. Michael og Silver Lake héldu því hins vegar fram að verðið ætti að vera 12,68 dalir.

Líklegt þykir að þeir muni kæra úrskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK