Facebook fylgist mjög náið með kauphegðun

AFP

Facebook er að taka í notkun ný tæki og tól sem mæla hversu árangursríkar smáauglýsingar fyrirtækja á samfélagsmiðlinum eru. Facebook mælir hversu oft auglýsingar leiða til netkaupa og heimsóknar í verslun. Upplýsingunum er síðan skilað til fyrirtækja sem geta byggt markaðssetningu á þeim.

Margir snjallsímanotendur eru með staðsetningarbúnað virkan á símanum hjá sér og skynjar hann hvar eigandinn er staddur. Með þeirri hjálp getur Facebook kannað hvort notandi samfélagsmiðilsins fari í verslun eftir að auglýsing birtist í fréttaveitu. Þetta verður aðgengilegt öllum fyrirtækjum á næstu mánuðum en nokkrir hafa þegar prófað þennan nýja valkost. Til dæmis komust stjórnendur frönsku verslunarinnar E.Leclerc að því að auglýsing á Facebook náði til 1,5 milljóna manna sem voru innan tíu kílómetra frá versluninni. Um tólf prósent þeirra sem smelltu á auglýsinguna mættu í verslunina innan einnar viku.

Þá verður einnig hægt að mæla árangur auglýsinga í kaupum með því að bera saman gagnagrunn í verslun við farsímagögn.

Frétt AdWeek.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK