Fáir á ferli og lokað yfir leiknum

Styttri afgreiðslutími Krónunnar í dag er auglýstur í verslunum.
Styttri afgreiðslutími Krónunnar í dag er auglýstur í verslunum. mbl.is/Elín

Næsti leikur íslenska landsliðsins á EM er á heldur hagstæðari tíma fyrir atvinnulífið en sá síðasti en hann hefst klukkan sjö í kvöld. Þrátt fyrir það ætla nokkur fyrirtæki að grípa til lokana. 

Frétt mbl.is: Lok og læs yfir leiknum

Ákveðið var að skella í lás hjá fjölmörgum fyrirtækjum fyrir síðasta leik landsliðsins gegn Austurríki. Bönkum, tryggingafélögum og matvöruverslunum var einfaldlega lokað snemma. Þrátt fyrir að hjól atvinnulífsins ættu að snúast á eðlilegri hraða í dag hafa nokkur fyrirtæki sem almennt eru með lengri afgreiðslutíma ákveðið að setja leikinn í forgang.

Krónan er eitt þessara fyrirtækja og verður henni lokað rétt fyrir klukkan sjö. „Okkur langaði bara að sýna landsliðinu smá virðingu og stuðning,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. „Við vitum að allir verða helteknir af landsleiknum.“

Að sögn Kristins hefur almennt dregið úr umferð í verslunum Krónunnar á meðan leikir landsliðsins hafa staðið yfir. „Það eru auðvitað alltaf einhverjir að versla og sumum er alveg sama um leikinn þar sem þetta er nú bara fótbolti,“ segir Kristinn glettinn. „En það er mikil stemmning í landinu og við erum stemmningsfyrirtæki. Við ætlum því bara að hafa gaman af þessu og njóta,“ segir hann.

Fáir eru að versla í matinn meðan á leiknum stendur.
Fáir eru að versla í matinn meðan á leiknum stendur. mbl.is/Árni Sæberg

Stemmir við kortanotkun

Melabúðinni verður einnig lokað fyrr í kvöld og skellt verður í lás rétt fyrir leikinn. Melabúðinni hefur ekki verið lokað yfir öðrum leikjum á mótinu en að sögn starfsmanns hafa mjög fáir verið á ferli á þessum tíma. Hafa viðskiptavinir annaðhvort komið fyrir eða eftir leikinn.

Þessi upplifun atvinnulífsins virðist ágætlega í takti við raunveruleikann þar sem kortanotkun hríðféll einmitt meðan á leik Íslands og Austurríkis stóð í síðustu viku.

Frétt mbl.is: Kortanotkun hríðféll yfir leiknum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK