Græddum 360 milljónir á sigrinum

Íslenska landsliðið malar gull fyrir KSÍ.
Íslenska landsliðið malar gull fyrir KSÍ. AFP

Íslendingar tryggðu sér ekki einungis sæti í átta liða úrslitum EM með sigri á Englendingum í kvöld heldur nældi landsliðið í 360 milljóna króna verðlaunafé fyrir Knattspyrnusamband Íslands.

Þetta bætist við 490 milljónir króna sem hafa þegar runnið í hlut KSÍ á mótinu og nemur ágóðinn þar með 850 milljónum króna. Fyrir að komast á Evrópumótið fékk KSÍ átta milljónir evra frá UEFA eða 1.130 milljónir króna og nemur heildarágóðinn af mótinu til þessa þar með tæpum tveimur milljörðum króna.

Næstu andstæðingar Íslands eru Frakkar og takist liðinu að komast yfir þá hindrun og í undanúrslit fær KSÍ 560 milljónir króna til viðbótar. Fari liðið í úrslitaleikinn og vinni EM fær KSÍ 1.120 milljónir fyrir sigurinn en ögn minna fyrir silfrið eða 700 milljónir.

Aðildarfélög njóta góðs af árangrinum

Mikill kostnaður fylgir því að taka þátt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Kostnaðurinn við A-landsliðið fjórfaldast nærri því á milli ára en samkvæmt áætlun í ársreikningi KSÍ verður hann í kringum 808 milljónir króna, samanborið við 228 milljónir í fyrra.

Aðildarfélög KSÍ munu njóta góðs af árangrinum því gert er ráð fyrir að styrkir og framlög til þeirra muni aukast verulega og nema 413 milljónum króna á árinu samanborið við 147 milljónir króna á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK