Fjölmiðlafár á Lemon í París

Lemon í París. Staður­inn er við Rue des Pe­tits Car­reaux, …
Lemon í París. Staður­inn er við Rue des Pe­tits Car­reaux, sem er rétt hjá göngu­göt­unni þekktu Rue Montorgu­eil.

Eva Gunnarsdóttir, eigandi Lemon í París, var á yfirsnúningi þegar mbl náði af henni tali, en hún hefur farið í viðtöl hjá sex erlendum fjölmiðlum í dag og má þar meðal annars nefna franska ríkissjónvarpið og BBC. Hún segir marga Frakka halda með Íslandi.

Eva opnaði Lemon í vor, en þetta er fyrsti veitingastaður keðjunnar utan Íslands og jafnframt eini íslenski veitingastaðurinn í París. „Það er bara allt að brjálast hérna og allir eru í áfalli,“ segir Eva hæstánægð. Hún segir blaðamenn BBC hafa komið sér skemmtilega á óvart í morgun þegar þeir sögðust bara ánægðir með íslenskan sigur. Að minnsta kosti hefðu Englendingar verið slegnir út af liði sem ætti skilið að vinna.

Ekkert nýtt fyrir Frakka

„Þetta er svo ótrúleg „underdog“-saga að allir hafa áhuga og elska þetta,“ segir hún og bætir við að fjölmargir Frakkar hafi komið við á staðnum og sagst halda með Íslandi. „Þeir vona bara að Ísland vinni og telja okkur eiga það skilið. Þeir segja að Frakkar séu alltaf að komast í úrslit og að þeir hafi áður unnið. Þetta sé ekkert nýtt fyrir þá og að það sé bara ótrúlegt að pínulítið land eins og Ísland sé á þessum stað.“

Evar segir marga vera meðvitaða um að Lemon sé íslenskur veitingastaður og hefur hún tekið áhuganum á landinu og þar með veitingastaðnum fagnandi. „Ég segi við alla miðla að þeir verði að segja nafnið á veitingastaðnum, sýna vörumerkið okkar, segja hvar við erum og að þá séum við góð,“ segir hún hlæjandi.

Eva Gunnarsdóttir
Eva Gunnarsdóttir

Heldur EM-veislu

Eva ætlar þó sjálf ekki á leikinn á sunnudag og ætlar þess í stað að standa fyrir EM-veislu á Lemon. Hún hefur komið fyrir tveim risaskjáum þar sem allir leikir eru sýndir og segir hún fólk hafa sérstakan áhuga að koma á íslenskan stað til að fylgjast með Íslandi. „Ég held að flestir Íslendingar séu að fara á sjálfan leikinn og margir eru því hálf svekktir að það séu ekki fleiri Íslendingar hérna,“ segir hún glettin að lokum.

Frétt mbl.is: Opnar Lemon í París

Frétt mbl.is: Elle lofar Lemon

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK