Kærleikurinn býr í sveitinni

„Það er mikill kærleikur í sveitinni eins og hér á þessu svæði er mikið af ungu fólki og þetta er allt einn stór hópur þó svo að það geti verið í 20 kílómetra radíus þá er þetta allt einn stór vinahópur,“ segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötiðnaðarmaður hjá SS, sem býr á bænum Efstu-Grund undir Eyjafjöllum.

Þegar Bjarki Freyr var að ákveða hvað hann ætti að læra eftir grunnskóla skoðaði hann bækling frá Menntaskólanum í Kópavogi þar sem kynntar voru hinar ýmsu iðngreinar og það var myndin af kjötiðnaðarmanninum sem heillaði hann mest. Gerðarlegur maður í stálhönskum með hníf vakti athygli Bjarka Freys.

„Mér fannst hann virkilega flottur og þetta var það sem heillaði mig fyrst.“ Hann ákvað að láta innsæið ráða för og skráði sig í námið sem honum fannst skemmtilegt og eftir það var ekki aftur snúið. Hann hafði hug á að búa úti á landi og hann segir iðnina henta vel fyrir fólk sem kann vel við sig í sveitinni.

Vinnudagurinn byrjar kl. sjö og honum lýkur kl. þrjú eftir hádegi og þá segist Bjarki Freyr drífa sig í dagsverkin á býlinu sem er í eigu fjölskyldunnar. „Ég er bara þannig gerður að ég þarf að komast úr steríliseraða umhverfinu í kjötvinnslunni í skítverkin,“ segir Bjarki en á bænum eru kýr og sauðfé.

Bjarki Freyr er heimsóttur í höfuðstöðvar SS á Hvolsvelli og heim í fjósið á Efstu-Grund í þætti vikunnar af Fagfólkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK