Sekkjapípuleikari tók á móti WOW

WOW air flýgur til Edinborgar tvisvar í viku.
WOW air flýgur til Edinborgar tvisvar í viku.

WOW air flaug sitt fyrsta flug til Edinborgar í gær. Flogið verður til Edinborgar tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnudögum, út október.

Í tilkynningu kemur fram að vel hafi verið tekið á móti farþegum úr jómfrúflugi WOW air til Edinborgar en þar mætti þeim sekkjapípuleikari í fullum skrúða sem spilaði skosk þjóðlög.

„Við erum mjög ánægð með að bæta Edinborg við áfangastaði okkar sem nálgast nú þriðja tug. Þessi borg hefur heillað margan ferðamanninn í gegnum tíðina enda einkennist hún bæði af litríkri menningu og einkar gestrisnu fólki,“ er haft eftir Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra WOW air, í tilkynningu.

„Við bjóðum WOW air hjartanlega velkomin á Edinborgarflugvöll. Ísland er áfangastaður sem nýtur síaukinna vinsælda meðal skoskra ferðamanna,“ er þá haft eftir Gordon Dewar, framkvæmdastjóra Edinborgarflugvallar.

Edinborg er höfuðborg Skotlands og einn vinsælasti áfangastaður Bretlandseyja á eftir Lundúnum.

Jómfrúarflug WOW air til Edinborgar var í gær.
Jómfrúarflug WOW air til Edinborgar var í gær.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK