Með dellu fyrir „eitís“ bílum

„Okkar starf gengur út á að eiga við kælikerfi, bæði hönnun, nýsmíði, viðhald og að þjónusta. Alveg frá ísskápum og upp í heilu frystihúsin og togarana og allt þar á milli, segir,“ Magnús Baldursson, vélvirki hjá Frostmark sem rætt er við í þætti vikunnar af Fagfólkinu.

Hann býr á skammt fyrir utan Selfoss þar sem fyrirtækið er með starfsstöð en Magnús hefur verið með puttana í kælikerfum frá því hann var pjakkur þar sem faðir hans rak kæliþjónustu í bænum. „Manni er þetta bara í blóð borið,“ segir Magnús sem lagði stund á málmiðn í Fjölbrautarskóla Suðurlands og vélvirkjanám í Borgarholtsskóla.  

Nýsmíðin segir Magnús að sé það skemmtilegasta við vinnuna: „Að fá að smíða kerfin alveg frá grunni, setja þau upp, prufukeyra þau og fá allt til að virka finnst mér skemmtilegast.“ Þegar unnið er að slíkum verkefnum segir Magnús að starfið sé mjög skapandi, ýmsar hindranir og áskoranir komi upp sem þurfi að bregðast við og leysa.   

Della fyrir „eitís“ bílum

„Þessir „eitís“ bílar henta mér ágætlega,“ segir Magnús sem eyðir ófáum stundum í bílskúrnum við að gera upp gamla bíla og eiga við tæki af ýmsum stærðum og gerðum. „Þetta eru bílarnir sem ég horfði á sem peyi.“ Magnús hefur gert upp forláta BMW E30 sem framleiddur var á fyrrihluta níunda áratugarins og fékk blæjubreytingu sem gerir hann nokkuð sjaldgæfan, í raun þann eina sem er á götunni hér á landi.

Áhugamálið vindur sífellt upp á sig og Magnús leggur áherslu á að í raun ljúki verkinu aldrei, margt sé hægt að gera til viðbótar. Tilfinninguna við að vera á bakvið stýrið á bílnum segir Magnús vera einstaka, bíllinn sé einstaklega skemmtilegur í akstri. „Sérstaklega þegar maður hugsar út í allar vinnustundirnar sem eru búnar að fara í hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK