Bezos ríkari en Buffett

Jeff Bezos, forstjóri Amazon.
Jeff Bezos, forstjóri Amazon. AFP

Fjárfestirinn Warren Buffett er ekki lengur þriðji ríkasti maður heims samkvæmt auðmannalista Bloomberg þar sem Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hefur tekið sætið hans.

Í dag eru auðæfi Bezos metin á 65,1 milljarð dollara og á hann þar með örlítið meira en Buffett sem á samtals 65 milljarða dollara samkvæmt Bloomberg.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Amancio Ortega, stofandi Inditex, móðurfélags Zöru, eru ennþá í fyrsta og öðru sæti listans. 

Breytingarnar á listanum urðu eftir að hlutabréf Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags Buffetts lækkuðu um 1,2%. Þó lækkuðu hlutabréf Amazon einnig um 0,2%. Samhliða þessu drógust eignir Buffetts saman um 754 milljónir dollara og eignir Bezos drógust saman um 136 milljónir dollara.

Samkvæmt lista Forbes er Buffett þó ennþá í þriðja sæti með 64,8 milljarða dollara en Bezos er þar metinn á 64,6 milljarða dollara.

Ljóst er að staðan er því nokkuð jöfn. Bezos var í fimmta sæti hjá Forbes í upphafi ársins en hlutabréf Amazon hafa hækkað um 10% á árinu og hefur hann því fikrað sig upp listann.

Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett.
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK