Seldi vörur fyrir 17,2 milljarða

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður Össurar jókst um 10% milli ára ef leiðrétt er fyrir einskiptiskostnað og nam um 15 milljónum Bandaríkjadala, eða 1,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Sala nam 139 milljónum Bandaríkjadala, eða 17,2 milljörðum íslenskra króna, og var söluvöxtur frá fyrra ári 10%. Þar af er 5% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.

Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri Össurar. EBITDA án einskiptiskostnaðar nam 30 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir 3,7 milljörðum íslenskra króna, eða 22% af sölu.

Rekstraráætlun fyrir árið 2016 er óbreytt að frataldri uppfærðri áætlun fyrir fjárfestingar. Er nú gert fyrir að fjárfestingar verði um 5% af sölu en áður var gert ráð fyrir 3 til 4% af sölu.

Ánægð með árangurinn

„Við erum ánægð með árangurinn á öðrum ársfjórðungi, sérstaklega í ljósi samanburðar við góðan árangur á sama tíma í fyrra. Reksturinn gekk mjög vel og skilaði góðum hagnaði,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, í tilkynningu.

„Söluvöxtur í Ameríku var góður og gekk sala á stoðtækjum einkar vel. Eins og við bjuggumst við þá var söluvöxtur í EMEA (Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku) góður eftir slakan fyrsta fjórðung. Sala á spelkum og stuðningsvörum var drifin áfram af hágæðavörum og sala á stoðtækjum var drifin áfram af bionic vörum og vöru nýjungum,“ er haft eftir Jóni.

„Í apríl fórum við inn á nýjan markað með kaupum á Touch Bionics. Touch Bionics eru fremst í heiminum í þróun og framleiðslu á gervihöndum og með kaupunum getum við boðið upp á enn betra vöruúrval til viðskiptavina okkar.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK