Mun fleiri og léttari reiðhjól

Kröfur til reiðhjóla hafa vaxið og meðalinnflutningsverð hækkað um leið.
Kröfur til reiðhjóla hafa vaxið og meðalinnflutningsverð hækkað um leið. mbl.is/Styrmir Kári

„Mér virðist þróunin undanfarin ár vera sú að menn líta á reiðhjól sem tæki til íþróttaiðkunar og tómstunda í stað þess að líta á almennt notagildi þeirra. Það fylgir því að kröfur til þeirra hafa aukist, bæði til búnaðar og þyngdar,“ segir David Robertson, eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu.

Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru í heild flutt inn tæplega 15 þúsund reiðhjól til landsins. Á vefsíðu Hagstofunnar má finna tölur sem sýna að innflutningur reiðhjóla hefur aukist frá sama tíma í fyrra, en þá voru flutt inn 13.620 hjól. Aukinn innflutningur reiðhjóla undanfarið sést glöggt ef skoðaður er innflutningur reiðhjóla allt árið 2012. Alls voru flutt inn 14.726 hjól það ár, svipaður fjöldi og fluttur var inn á fyrstu fimm mánuðum yfirstandandi árs eins og fyrr segir.

Athygli vekur að meðalþyngd innfluttra hjóla hefur minnkað nokkuð og er það í samræmi við vaxandi fjölda þeirra reiðhjólamanna sem þreyta reiðhjólakeppnir af ýmsum toga, þar sem lagt er upp úr að búnaðurinn sé sem léttastur.

Meðalinnflutningsverð CIF, það er verð vöru, auk flutningskostnaðar, kostnaðar við tryggingar og annars kostnaðar sem leggst á vöruna erlendis og á leið til landsins, hefur hækkað um þriðjung frá 2012.

„Gæði reiðhjóla á götunum hér fara sífellt vaxandi,“ segir David Robertson, sem bætir við að tölur um fjölda hjóla og lækkandi meðalþyngd þeirra komi honum því ekki á óvart.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK