Hótar frekari niðurskurði

Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt. AFP

Hagnaður þýska stórbankans Deutsche Bank dróst saman um 98% á öðrum fjórðungi ársins og nam tuttugu milljónum evra, sem jafngildir um 2,7 milljörðum íslenskra króna.

Til samanburðar var hagnaður bankans 796 milljónir evra á sama tímabili í fyrra.

John Cryan bankastjóri hefur varað við því að skera þurfi enn frekar niður í rekstri bankans. Hann tók við starfinu í fyrra og hefur síðan þá reynt að endurskipuleggja starfsemi bankans og leggja áherslu á kjarnastarfsemina.

Í afkomutilkynningu var haft eftir honum að kostnaður vegna endurskipulagningarinnar ætti líklegast eftir að ná hámarki á þessu ári. Alls fóru 207 milljónir evra í endurskipulagninguna á ársfjórðungnum, auk þess sem bankinn afskrifaði 285 milljónir evra.

Alls lækkuðu tekjur bankans um 20% á tímabilinu og voru 7,4 milljarðar evra.

Markaðsvirði Deutsche Bank hefur næstum því helmingast það sem af er ári. Hafa hlutabréf í bankanum lækkað um 43% í verði.

Í júnímánuði sagði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn það vera mat sitt að bankinn væri sá áhættumesti í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK