Tekjur WOW jukust um 93%

Skúli Mogensen, forstjóri WOW, segir góða afkomu vera árangur af …
Skúli Mogensen, forstjóri WOW, segir góða afkomu vera árangur af þrotlausri vinnu starfsfólks félagsins. mbl.is/Rax

Tekjur WOW air á öðrum ársfjórðungi 2016 námu um 7,7 milljörðum króna sem er 93% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstarhagnaður á öðrum ársfjórðungi (EBITDA) var 1,2 milljarðar króna og jókst um 930 milljónir á milli ára. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi var 400 milljónir króna samanborið við 185 milljóna króna tap á öðrum ársfjórðungi árið 2015.  

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 

Tekjur WOW air fyrstu sex mánuði ársins námu 11,7 milljörðum króna sem er 107% aukning miðað við sama tímabil árið 2015. Rekstarhagnaður án afskrifta á fyrstu sex mánuðum ársins (EBITDA) var 1,8 milljarðar króna samanborið við 200 milljóna króna rekstrartap árið 2015. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins var 800 milljónir samanborið við 465 milljóna króna tap árið 2015.

Á öðrum ársfjórðungi flugu 354 þúsund farþegar með WOW air sem eru aukning um 106% á milli ára. Sætanýtingin jókst á milli ára og var 86% á öðrum ársfjórðungi 2016 samanborið við 81% á öðrum ársfjórðungi 2015. Sætanýtingin batnaði þrátt fyrir 113% aukningu í framboðnum sætiskílómetrum.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra og stofnanda WOW air, að afkoman sé ánægjuleg og sýni árangur „þrotlausrar vinnu okkar frábæra starfsfólks.“ 

Skúli bendir á að afkoman batnar um rúma tvo milljarða miðað við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir miklar fjárfestingar. „Við höfum ráðið og þjálfað yfir 400 nýja starfsmenn á síðustu 12 mánuðum.  Fjárfestingar okkar í nýjum þotum og fleiri áfangastöðum vestanhafs eru að skila sér og fá góðan hljómgrunn meðal viðskiptavina okkar. Mikil aukning er á sætaframboði og nýtingin helst góð. Við höldum áfram að vaxa og dafna og þrátt fyrir aukna samkeppni og ólgu á heimsvísu teljum við okkur vera vel búin til að mæta þörfum viðskiptavina um góð gæði á hagstæðustu kjörunum.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK