Verðhrun í Íslandsflugi frá Bretlandi

Easyjet er eitt þeirra flugfélaga sem flýgur til og frá …
Easyjet er eitt þeirra flugfélaga sem flýgur til og frá Íslandi. AFP

Ferðum til Bretlands hefur fjölgað mjög síðustu misseri en þessi mikla fjölgun hefur valdið því að verð á farmiðum til Íslands og aftur til Bretlands lækkaði um 49 prósent á öðrum ársfjórðungi í pundum talið samkvæmt tölum frá flugbókunarsíðunni Kayak sem er ein sú stærsta í heimi eða úr 175 pundum í 89 fyrir flugmiða báðar leiðir.

Þegar breska verðið er umreiknað í íslenskar krónur, miðað við meðalverð á öðrum ársfjórðungi 2015 og 2016, þá kemur í ljós að meðalfargjaldið í ár var 16.759 krónur en var 35.962 kr. á sama tíma í fyrra. Lækkunin er þá enn meiri eða 53 prósentum og misræmið skýrist af ört lækkandi gengi breska pundsins.

Það er Túristi.is sem segir frá en þar segir jafnframt að í apríl, maí og júní hafi rétt um 56 þúsund breskir ferðamenn farið frá Keflavíkurflugvelli og nam aukningin 36 prósentum samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK