Sjálfkeyrandi leigubílar í Singapúr

Um er að ræða sex bíla á götum borgríkisins sem …
Um er að ræða sex bíla á götum borgríkisins sem mega keyra á litlu svæði í og langt frá miðbænum. Fá þeir aðeins að vera á fjögurra ferkílómetra stóru svæði í vesturhluta Singapúr. Af Facebook-síðu nuTonomy

Nú er hægt að fá far í sjálfkeyrandi leigubílum í Singapúr en verkefnið er aðeins á tilraunastigi. Þar af leiðandi er farið ókeypis. Í ljósi þess að um tilraun er að ræða er bílstjóri fram í en bíllinn keyrir sjálfur.

Er bílstjórinn aðeins á staðnum til þess að fylgjast með frammistöðu bifreiðarinnar og til að vera til staðar ef eitthvað fer úrskeiðis.

Um er að ræða bandaríska sprotafyrirtækið nuTonomy sem rekur bílana en það var stofnað árið 2013. Fyrirtækið er með skrifstofur bæði í Singapúr og í Bandaríkjunum.

Fyrr á árinu var nuTonomy fyrsta fyrirtækið til þess að fá leyfi frá stjórnvöldum í Singapúr til þess að hefja prófanir á sjálfkeyrandi bílum á litlu svæði í borginni. Það gekk vel og nú er byrjað að prófa bílana með farþegum.

Um er að ræða sex bíla á götum borgríkisins sem mega keyra á litlu svæði í og langt frá miðbænum. Fá þeir aðeins að vera á fjögurra ferkílómetra stóru svæði í vesturhluta Singapúr.

Þá er ekki hægt að fara um borð hvar sem er heldur eru ákveðnir staðir sem hægt er að fara inn og út úr bílunum. Einnig þarf maður að skrá sig sérstaklega í verkefnið til þess að geta nýtt sér bílana og aðeins nokkrir tugir eru skráðir. Til stendur þó að stækka verkefnið á næstu mánuðum þannig að þúsundir geti nýtt sér bílana.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK