Þekkist ekki í íslensku þjóðfélagi

„Það er greinilegt að fólki finnst að það eigi að vera einhverjar takmarkanir á þessu.“

Þetta segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í Morgunblaðinu í dag um tillögu að kaupaukagreiðslum til starfsmanna Kaupþings.

Í samtali við Morgunblaðið staðfestir Unnur að félagið lúti ekki eftirliti stofnunarinnar og heyri þar með ekki undir lög um fjármálafyrirtæki, sem takmarka kaupaukagreiðslur við 25% af árslaunum viðkomandi starfsmanns.

„Það er greinilegt að fólki finnst að það eigi að vera einhverjar takmarkanir á þessu, og ég held að þingmenn séu að skoða það, þó að þeir nái kannski ekki utan um þetta afturvirkt,“ segir Unnur.

„En þetta er einhver menning sem við þekkjum annars ekki í íslensku þjóðfélagi.“

Unnur bendir á að þótt FME hafi ekki virkt eftirlit með félaginu sé eftir sem áður fylgst með því. Vísar hún til þess að Kaupþing eigi 87% hlut í Arion banka. Þó að bankinn sé þannig mjög stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða sé hann svo lítill hluti eignasafnsins að félagið geti ekki talist sem svokallað „eignarhaldsfélag á fjármálasviði“, en þá myndi það sjálfkrafa heyra undir lögin.

„Ef félagið selur eignir úr safninu en heldur bankanum áfram þurfum við að fylgjast grannt með hvenær og hvort það fellur undir lögin,“ segir Unnur að lokum.

Tillagan hefur hlotið mikla gagnrýni, en hún fer fyrir aðalfund félagsins á morgun.

Telja bónusgreiðslurnar óásættanlegar

Bónusarnir lykta af sjálftöku

Fólki blöskrar þessar bónusgreiðslur

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK