Varfærni við ákvörðun vaxta

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun með peningastefnunefnd Seðlabankans að gæta þyrfti varfærni við ákvörðun vaxta á næstunni. Næstu ákvarðanir myndu ráðast af framvindu í efnahagsmálum og hvernig til tækist við losun fjármagnshafta.

Peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti sína um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Meginvextir bankans eru 5,25%. Þeir höfðu verið óbreyttir frá því í nóvember 2015 þegar þeir hækkuðu um 0,25 prósentustig.

Frétt mbl.is: Vextir lækka um 0,5 prósentustig

Meiri trúverðugleiki 

Á fundinum sagði Már þróunina hérlendis vera ánægjulega. „Við erum að ná varanlegum árangri varðandi verðbólgumarkmið og trúverðugleikinn er meiri. Það var ánægjulegt að sjá að verðbólguvæntingar til lengri tíma lækkuðu enn frekar í framhaldi af vaxtalækkuninni,“ sagði Már og bætti við að útlit væri fyrir að verðbólga yrði undir markmiði fram á næsta ár.

Verðbólga undir markmiði

„Verðbólga hefur verið undir markmiði í hátt á þriðja ár. Það er orðið of langt tímabil til að það sé hægt að skýra án tilvísunar til áhrifa peningastefnunnar. Greiningar á áhrifaþáttum verðbólgunnar styðja þessa niðurstöðu. Hækkun gengis krónunnar að undanförnu hefur ekki verið óháð peningastefnunni. Hærri vextir hafa stuðlað að minni innlendri eftirspurn en ella,“ sagði hann.

Frétt mbl.is: Hægt að ná markmiðum með lægri vöxtum 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK