13,6% samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Af þeim 10 löndum sem kaupa mest af íslenskum sjávarafurðum …
Af þeim 10 löndum sem kaupa mest af íslenskum sjávarafurðum er gengisveikingin áberandi mest á gjaldmiðlum Bretlands, Noregs, Nígeríu og Rússlands en þessi lönd kaupa um 35% af heildarútflutningi sjávarafurða. mbl.is/Brynjar Gauti

Útflutningur sjávarafurða nam 138,5 milljörðum króna fyrstu sjö mánuði ársins. Það er nokkur samdráttur frá því á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 160,4 milljörðum króna. Alls nemur samdrátturinn 13,6% eða 22 milljörðum króna.

Greint er frá þessu í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að þróunin skýrist fyrst og fremst af breytingum á gengi krónunnar og veiðum. Er bent á að krónan hafi verið í styrkingarfasa síðustu misseri og var gengisvísitala krónunnar að meðaltali 188 stig á fyrstu sjö mánuðum ársins borið saman við 205,7 stig sama tímabil í fyrra. Vísitalan hefur því lækkað um 8,6%. Styrkingin er þó æði misjöfn eftir gjaldmiðlum.

Af þeim 10 löndum sem kaupa mest af íslenskum sjávarafurðum er gengisveikingin áberandi mest á gjaldmiðlum Bretlands, Noregs, Nígeríu og Rússlands en þessi lönd kaupa um 35% af heildarútflutningi sjávarafurða.

Gengi sterlingspunds var að meðaltali 12,9% veikara gagnvart íslensku krónunni fyrstu sjö mánuði ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Gengi norsku krónunnar og nígerísku nærunnar var hins vegar á bilinu 12,6-13,3% veikara gagnvart íslensku krónunni miðað við sömu tímabil.

Veiking Rúblunnar var hins vegar töluvert meiri en hún gaf eftir um 22,4% gagnvart krónunni milli tímabilanna. Veiking þessara fjögurra gjaldmiðla umfram t.d. veikingu evrunnar, sem veiktist um 6% milli tímabila gagnvart krónunni, á sér sínar skýringar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK