Endursölumarkaðurinn heftir vöxt hjá bílaleigum

Ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega hér á landi með tilheyrandi áhrifum.
Ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega hér á landi með tilheyrandi áhrifum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þegar mest er leggjum við upp undir 20% af bílaflotanum okkar, þó að sú tala fari minnkandi vegna aukinnar eftirspurnar yfir vetrarmánuðina,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar í Morgunblaðinu í dag.

Bílaleigubílar í landinu eru orðnir svo margir að hætta er á að endursölumarkaðurinn taki illa við þeim fjölda bíla sem bílaleigur þurfa að losa vegna endurnýjunar. Steingrímur segir að Bílaleiga Akureyrar hafi selt hátt í 1.300 bíla á síðasta ári og ekki sé ólíklegt að samtals hafi allar bílaleigur landsins selt einhvers staðar í kringum 5.000 bíla. Hann býst þó ekki við því að fjöldinn sem komi inn á markaðinn í ár valdi einhverjum vandræðum.

„Ég held að við séum ekki að horfa á neinar ofboðslega háar tölur bíla sem koma inn á markaðinn núna, heldur væri það frekar í lok næsta sumars sem við munum sjá töluvert fleiri bílaleigubíla á endursölumarkaðnum. Til lengri tíma verður þetta vandamál og mun hefta vöxt bílaleiga, enda liggur það ljóst fyrir að við getum ekki fjölgað bílum mikið meira en markaðurinn er tilbúinn að taka við í endursölu þegar kemur að endurnýjun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK