Felldu tár yfir norðurljósunum

Þegar að böðin opna klukkan 22 er búið að slökkva …
Þegar að böðin opna klukkan 22 er búið að slökkva öll ljós og götuljós í grenndinni Ljósmynd/Jónas Stefánsson

Gestir Norðurljósabaðanna á Laugum felldu tár yfir norðurljósunum sem himininn skartaði í gærkvöldi. Böðin opnuðu 1. september í sundlauginni að Laugum í Reykjadal og þar geta allt að 40 manns notið norðurljósanna þegar þau láta sjá sig.

„Það hefur verið rannsakað hvar á landinu best er að sjá norðurljós og þar stóðum við vel að vígi,“ segir Bryndís Pétursdóttir, eigandi Norðurljósabaðanna og North Aurora Guesthouse við Laugar og hafa þau verið heppin með ljósin í september. Hún og maðurinn hennar gerðu samning við Þingeyjasveit sem á laugina og leigja hana frá klukkan 22 til 1 öll kvöld. 

Þingeyjarsveit styður verkefnið og þá fékk það einnig styrk sjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.

Ákváðu að nýta það sem væri til

„Okkur datt þessi hugmynd í hug síðasta vetur þegar við vorum með gistiheimilið opið í fyrsta skipti yfir vetur,“ segir Bryndís. „Gestirnir voru mikið að spyrja hvað væri hægt að gera hérna og ég var alltaf að yppa öxlum og segja ekkert sem var orðið óþolandi.“

Hún og maðurinn hennar, Jón Friðrik Benónýsson ákváðu því að nota það sem væri til og nýta það á nóttunni. „Við vildum gefa fólki möguleika á því að fljóta og njóta himinsins, í stað þess að standa úti í kuldanum.“

Þegar að böðin opna klukkan 22 er búið að slökkva öll ljós og götuljós í grenndinni eftir að um það var samið við sveitarfélagið og Rarik.  

„Hér eru þá bara luktir og kerti svo að ljósin sjáist sem best,“ segir Bryndís. Allir gestir fá baðsloppa, teppi og flotgræjur og svo er hægt að fá lífrænt kaffi, te, ávaxtasafa og lífrænt súkkulaði í setustofu. Starfsfólk baðana er allt með tilskilin próf og réttindi sem lífverðir á baðstöðum.

Hægt er að tylla sér í setustofu og fá kaffi …
Hægt er að tylla sér í setustofu og fá kaffi eða te. Ljósmynd/Jónas Stefánsson

Þá er einnig boðið upp á  miðnætur-slökunarnudd og eða andlitsnudd og maska og hefur það verið mjög vinsælt að sögn Bryndísar,  miklu  vinsælla en þau áttu von á. „Fyrst vorum við með einn nuddara en nú erum við með fjóra nuddara og einn snyrtifræðing sem vinna á kvöldin. Fyrirtækin hér fyrir norðan hafa verið gjafmild og boðið starfsfólkinu sínu í böð og nudd, sem mætir þá endurnært til vinnu daginn eftir. Einnig er hægt að bóka hér dekur og heilsu helgi fyrir minni hópa þá bætist við handverk og listir sem og hugleiðsla og göngutúrar,“ segir Bryndís sem segir aðsóknina skiptast jafnt á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna.

„En mér sýnist að Íslendingarnir séu að taka þetta yfir miðað við pantanir í október , þá sértaklega fyrirtækin sem eru að að bjóða dekur og slökun. Það þurfa allir á því að halda,“ segir Bryndís.

Vilja ekki troða sem flestum inn

Eins og flestir vita hafa norðurljós sést vel hér á landi í vikunni og virðist ekkert lát á. „Það var alveg fullt í gærkvöldi og slatti í fyrrakvöld. Þetta hefur farið hægt af stað þar sem ekki svo margir vita af þessu en það gæti núna breyst.“

Að sögn Bryndísar er góð spá fyrir kvöldið en smá óvissa með skýjafarið annað kvöld. „En svo er aftur flott spá fyrir helgina.“

Bryndís og maðurinn hennar ákváðu að hafa aðeins 40 í einu í böðunum. „Við erum með heita potta, vaðlaug og sundlaug og með fjöldatakmörkunum fer vel um alla. Við reyndum að passa okkur á því að reyna ekki að troða sem flestum þarna inn.“

Að sögn Bryndísar er best að panta fyrirfram vilji maður fara í böðin á heimasíðu þeirra.

Hún segir magnað að fylgjast með erlendu ferðamönnunum þegar þeir sjá norðurljósin í fyrsta skiptið. „Fólk bara felldi tár af hrifningu,“ segir Bryndís.

Ljósmynd/Jónas Stefánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK