Hagræðing þarf ekki að þýða uppsögn

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Júlíus

„Það eru allir hundóánægðir, að sjálfsögðu, þar sem menn héldu að þessum endalausu uppsögnum, sem eru búnar að vera undanfarin ár, væri lokið í bili,“ segir Friðbert Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, í samtali við mbl.is en eins og kom fram í gær var 46 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum.

„Þetta var fólk á öllum aldri og á öllum starfsaldri; frá einu, tveimur árum upp í rúmlega 30 ára starfsaldur. Þeir sem eru með lengstan starfsaldur eru starfsmennirnir í útibúunum,“ bætir Friðbert við.

Um hópupp­sögn er að ræða sem ber að til­kynna til Vinnu­mála­stofn­un­ar, en sam­tals eru þetta 46 starfs­menn. Yfir 800 manns starfa hjá Ari­on banka og er meiri­hluti starfs­manna, um það bil 70%, kon­ur. Flest­ir þeirra sem misstu vinn­una í gær störfuðu á viðskipta­banka­sviði bank­ans, sem er stærsta svið bank­ans.

Samkvæmt tilkynningu frá Arion banka í gær kom fram að uppsagnirnar væru liður í hagræðingu. „Það er hægt að hagræða á fleiri stöðum en bara að segja upp fólki, þó það virðist vera íslenska aðferðin. Ef maður heyrir orðið hagræðing þá þýðir það að reka fólk úr vinnu, sem er afar sérkennileg hugsun.

Friðbert hefur ekki heyrt til þess að hinir bankarnir, Íslandsbanki og Landsbankinn, séu í svipuðum hugleiðingum, þó orðræðan í samfélaginu bendi til einhverrar hagræðingar. „Við heyrum bara það sama alla dagana. Stjórnendur bankanna, stjórnmálamenn og fjölmiðlar telja þetta kerfi allt of stórt og að það þurfi að hagræða enn frekar. Þennan söng heyrir maður alla daga og býst því við hverju sem er.

Frétt mbl.is: Hópuppsögn hjá Arion banka

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK