Nýsköpun í matariðnaði verðlaunuð

Fjöldi fyrirtækja tóku þátt í Matarsprotanum fyrir helgi þar sem verðlaun voru veitt fyrir nýsköpun í geiranum. Þetta var í fyrsta skipti sem verðlaunin voru veitt á sýningunni Matur og nýsköpun í Sjávarklasanum og það var fyrirtækið Eimverk Disitillery sem hlaut verðlaunin í fyrsta skipti.

Fyrirtækið selur vörur sínar í þrettán löndum og er helsta sérstaða þess að framleiða Flóka, eina íslenska viskíið á markaði en auk þess framleiðir það Vor sem er gin og Víti ákavíti. Við framleiðsluna nýtir Eimverk íslenskt bygg og annað innlent hráefni. Fyrirtækið er til húsa í Garðabæ og var stofnað árið 2009 af Haraldi Hauki Þorkelssyni, Sigrúnu Jenny Bárðardóttir og Agli Gauta Þorkelssyni.

Alls tóku ellefu fyrirtæki þátt í matarsprotakeppninni sjálfri, en þar mátti meðal annars finna íslenskt sinnep, franskt crepes, víski, gin og ákavíti og mysudrykk úr íslenskum berjum og villijurtum.

 Dómnefndin var skipuð þeim; Eddu Hermannsdóttir frá Íslandsbanka, Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og fjárfesti og  Ara Fenger, forstjóra 1912.

mbl.is kom við í Sjávarklasanum á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK