N1 kaupir rekstur Gúmmívinnslunnar

N1 starfrækir í kjölfarið bæði hjólbarðaverkstæði og smurstöð á Akureyri …
N1 starfrækir í kjölfarið bæði hjólbarðaverkstæði og smurstöð á Akureyri ásamt verslun og þjónustustöðvum. mbl.is/Hjörtur

N1 hefur skrifað undir samning um kaup á rekstri Gúmmívinnslunnar á Akureyri og hefur þegar tekið yfir rekstur verkstæðisins sem verður áfram starfrækt á sama stað, að Réttarhvammi 1 á Akureyri. N1 starfrækir í kjölfarið bæði hjólbarðaverkstæði og smurstöð á Akureyri ásamt verslun og þjónustustöðvum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá N1.

„Kaupin eru liður í því að þjónusta betur Akureyringa auk annarra viðskiptavina N1 um land allt,“ er haft eftir Hinriki Erni Bjarnasyni, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1. „Markmiðið er að nýtt verkstæði N1 bjóði upp á framúrskarandi þjónustu og breitt vöruúrval af dekkjum frá bæði Michelin og Cooper.“

Stefnt er að því að verkstæðið verði vottað af Michelin eins og önnur verkstæði N1 og auk þess að hægt verði að bóka dekkjaskipti á vefsíðu N1.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK