Ísleifur heppni fær pláss á Hlemmi

Ísinn hjá Ísleifi heppna er óhefðbund­inn að því leyti að …
Ísinn hjá Ísleifi heppna er óhefðbund­inn að því leyti að bland­an er búin til og síðan fryst beint fyr­ir fram­an viðskipta­vin­inn með fljót­andi köfn­un­ar­efni. Af Facebooksíðu Ísleifs heppna

Ísbúðin Ísleifur heppni fær pláss í Mathöllinni að Hlemmi sem á að opna snemma á næsta ári. Ísleifur heppni er í eigu feðganna Einars Ólafssonar arkitekts og Gunnars L. Malmquist Einarsonar matreiðslumanns og hafa þeir hafið hópfjármögnun á Karolina Fund til þess að fjármagna opnunina. 

Ísinn hjá Ísleifi heppna er óhefðbund­inn að því leyti að bland­an er búin til og síðan fryst beint fyr­ir fram­an viðskipta­vin­inn með fljót­andi köfn­un­ar­efni. Lög­un­in er mikið sjón­arspil að sögn Ein­ars þar sem mik­il og þétt gufa mynd­ast. Á nokkr­um sek­únd­um umbreyt­ist ís­bland­an síðan í mjúk­an ís án ískrist­alla, en Einar kynntist þessari aðferð á ferðalagi í Ástralíu fyrir nokkrum árum.

Fyrri frétt mbl.is: Snöggfrysta ísinn með köfnunarefni

Einar segir viðbrögðin hafa verið mjög góð. „Fólk verður bara …
Einar segir viðbrögðin hafa verið mjög góð. „Fólk verður bara agndofa yfir heildarupplifuninni. Fyrst að sjá hvernig þetta er gert, reykurinn og dulúðinni í kringum hann. Svo þegar það smakkar ísinn trúir það ekki bragðinu.“ Af Facebooksíðu Ísleifs heppna

Fólk verður bara agndofa

Ísleifur heppni fær 13 fermetra pláss í Mathöllinni sem er að sögn Einars á mjög góðum og sýnilegum stað. Hann segist mjög spenntur fyrir Mathöllinni en hingað til hefur Ísleifur heppni ekki verið með fasta búð. „Við höfum verið að taka þátt í matarmörkuðum eins og í Hörpu og Krás. Þá höfum við einnig verið að fara út í fyrirtæki,“ segir Einar í samtali við mbl.is. Hann segir viðbrögðin hafa verið mjög góð. „Fólk verður bara agndofa yfir heildarupplifuninni. Fyrst að sjá hvernig þetta er gert, gufuna og dulúðina í kringum hana. Svo þegar það smakkar ísinn þá trúir það ekki bragðinu.“

Ísleifur heppni hóf starfsemi fyrir um tveimur árum og er alltaf að prófa sig áfram. Stefnt er að opnun Mathallarinnar í janúar eða febrúar á næsta ári og Einar er ekki með áhyggjur af því að þá verði of kalt fyrir íssölu. „Við vitum að Íslendingar borða ís allt árið og vonum að það verði engin breyting á því.“

Af Facebooksíðu Ísleifs heppna

Geta „forkeypt“ ís á Karolina Fund

Ísleifur heppni hefur nú hafið söfnun á Karolina Fund fyrir opnun búðarinnar og er stefnt að því að safna 12.000 evrum, þ.e. tæp 1,5 milljón íslenskra króna. „Við viljum fara óhefðbundna leiðir,“ segir Einar. „Við erum ekkert alltof hrifnir af því að taka lán til fjármögnunar. Með þessu erum við að „forselja“ vöruna og bjóða fólki að leggja okkur lið. Það leggur fram ákveðna upphæð og þegar við opnun kemur það með útprentun og fær vöruna.“

21 dagur er eftir af söfnuninni og 11% hefur safnast. „Þetta fer hægt af stað en við vonum að þetta fari að taka kipp,“ segir Einar, en peningarnir verða notaðir í tækjakaup til að koma starfseminni af stað í Mathöllinni.

Einar á Ísleif heppna með syni sínum Gunnari eins og fyrr segir. Hann segir samstarfið ganga vel og í raun um lítið fjölskyldufyrirtæki að ræða þar sem dætur hans munu starfa í búðinni í Mathöllinni. „Það gengur mjög vel að vinna saman. Það er bara svo gaman að gleðja fólk.“

Facebooksíða Ísleifs heppna

Hópfjármögnun Ísleifs heppna á Karolina Fund

Ísleifur heppni hefur tekið þátt í Krás matmarkaði og markaðinum …
Ísleifur heppni hefur tekið þátt í Krás matmarkaði og markaðinum í Hörpu. Af Facebooksíðu Ísleifs heppna
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK