„Óheppileg útkoma“

John Fenger, stjórnarformaður Thorsil, býr yfir gífurlegri reynslu úr málmiðnaðinum, …
John Fenger, stjórnarformaður Thorsil, býr yfir gífurlegri reynslu úr málmiðnaðinum, sem hann hefur starfað við í yfir 40 ár. mbl.is/Golli

„Það verður að segjast eins og er að það er ekki heppilegt þegar svona gerist í stjórnsýslunni en við vinnum úr þessu og höldum ótrauð áfram,“ sagði John Fenger, stjórnarformaður Thorsil ehf. í samtali við mbl.is í kjölfar úrskurðar um starfsleyfi fyrirtækisins í Helguvík. 

Úrskurðarnefndin felldi úr gildi ákvörðun Um­hverf­is­stofn­un­ar um að veita Thorsil ehf. starfs­leyfi fyr­ir rekstri kís­il­verk­smiðju á iðnaðarsvæðinu í Helgu­vík frá því í fyrra. 

Frétt mbl.is: Starfsleyfi Kísilverksmiðju fellt úr gildi

Starfsleyfið var fellt á því að frest­ur til að koma að at­huga­semd­um var rangt út reiknaður að mati nefnd­ar­inn­ar miðað við birt­ingu aug­lýs­ing­ar í Lög­birt­inga­blaðinu og telst fjór­um dög­um of stutt­ur. 

Ekki var talið nóg að birta auglýsingu um kærufrest á heimasíðu Umhverfisstofnunar heldur miðar úrskurarnefndin við dagsetningu þar sem auglýsingin er birt á vef Lögbirtingablaðsins, það sé sú leið sem líklegust sé að komi fyrir augu sem flestra er gætu látið málið sig varða.

„Þetta er fyrst og fremst formgalli,“ sagði John. „Það var ekkert rangt við efnislegt innihald.“

Umhverfisstofnun birti tilkynningu á heimasíðu sinni í dag vegna málsins. Kemur þar fram að stofnuninni þykir atvikið miður og tafarlaust verði bætt úr verklagi. Umhverfisstofnun undirbýr nú nýja auglýsingu starfsleyfisins en úrskurðurinn tefur ferlið um nokkra mánuði. 

Umhverfisstofnun vinnur af heilindum, fólk er að gera sitt best og gerir ekki svona að gamni sínu. Enn útkoman var óheppileg og við þurfum að blæða svolítið fyrir það. Þetta gæti valdið seinkun en hef­ur ekki áhrif að öðru leyti. Við vor­um komn­ir ansi langt með að klára hlut­ina en fyrst verðum við að fá þetta í höfn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK