Yfir 40 tegundir jólabjórs í ár

Íslenskur jólabjór.
Íslenskur jólabjór. mbl.is/Árni Sæberg

Búast má við að vörutegundirnar af jólabjór verði rúmlega fjörutíu í ár, sem er fjölgun frá því í fyrra þegar þær voru 34 talsins.

Sala á jólabjórnum hefst í Vínbúðinni þriðjudaginn 15. nóvember.

Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra Vínbúðarinnar, seldust tæplega 750 þúsund lítrar af jólabjór í fyrra. Hún segir að magnið sem boðið verður upp á í ár byggist á því magni sem var drukkið í fyrra. „Magnið er háð framleiðslu hjá birgja. Síðan fer það eftir eftirspurn á hverjum tíma hvað er pantað inn,“ segir hún.

„Varðandi þessar tegundir sem eru stórar ár eftir ár reynum við og birgjar að svara eftirspurninni.“

Þegar bjórinn var fyrst leyfður hér á landi árið 1989 seldust 10 þúsund lítrar af jólabjór. Neyslan hefur því margfaldast á þeim 27 árum sem eru liðin síðan þá.

Sala á jólabjórnum hefst í Vínbúðinni þriðjudaginn 15. nóvember.
Sala á jólabjórnum hefst í Vínbúðinni þriðjudaginn 15. nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK