„Þetta verður stuttur tími“

Michel Barnier, aðalsamningarmaður ESB.
Michel Barnier, aðalsamningarmaður ESB. AFP

Bretar þurfa að ná samkomulagi um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu fyrir október 2018 að sögn Michel Barnier, aðalsamningamanns sambandsins.

Í samtali við fjölmiðla í dag sagði Barnier að stuttur tími yrði gefinn til samningaviðræðna og að Bretar gætu ekki „valið sér“ hluti til þess að taka með sér út úr sambandinu. Þá hefur ESB skipað 30 manna teymi sem á að sjá til þess að sambandið verið tilbúið þegar að viðræðurnar hefjist. „Þetta verður stuttur tími,“ sagði Barnier. „Það er augljóst að tímaramminn fyrir samningaviðræður verður styttri en tvö ár.“

Benti hann á að á þeim tíma þurfi að semja um útgöngu Breta og þá þarf hún að verða samþykkt af Evrópuráðinu og Evrópuþinginu. Einnig þurfa Bretar að samþykkja samningana, allt á tæpum tveimur árum.

Thersea May, forsætisráðherra Bretlands hefur sagst stefna að því að greina ESB frá samningaáætlun breskra stjórnvalda fyrir lok mars á næsta ári. Ef það gengur eftir munu samningaviðræðurnar hefjast nokkrum vikum seinna að mati Barnier.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Barnier tjáir sig opinberlega um Brexit en hann var settur í stöðu aðalsamningamanns ESB 1. október. Þegar að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, skipaði Barnier sagði hann gera það því hann vildi „reynslumikinn stjórnmálamann til að sinna þessu erfiða starfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK