Aflandskrónueignir námu 191 milljarði

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Í árslok 2016 námu aflandskróuaeignir samtals 191 milljörðum króna. og höfðu minnkað um ríflega 128 milljarða króna frá 31. mars 2016. Í árslok var mest af aflandskrónunum í ríkisbréfum, ríkisvíxlum og öðrum bréfum með ríkisábyrgð, 105,6 milljarðar króna í reiðufé og innstæðubréfum Seðlabankans voru 72,7 milljarðar króna og 12,8 milljarðar króna í öðru eignaformi.

Greint er frá þessu á vef Seðlabanka Íslands.

Í maí á síðast ári tóku gildi lög um meðferð krónaeigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Lögin mæltu fyrir um afmörkun aflandskrónaeigna og flutning þeirra á umsýslureikninga í Seðlabankanum og á reikninga háðum sérstökum takmörkunum. Í greinargerð með frumvarpinu var birt mat á heildarumfangi aflandskrónaeigna eins og þær voru 31. mars, byggt á greiningu Seðlabanka Íslands.

Aflandskrónaeignir voru þá áætlaðar 319,1 milljarðar króna. Í júní hélt Seðlabankinn gjaldeyrisútboð fyrir aflandskrónaeigendur þar sem tilboðum var tekið fyrir samtals 82,9 milljarða króna.  Þá var eigendum aflandskrónaeigna heimilt að eiga gjaldeyrisviðskipti við Seðlabankann á viðmiðunargenginu 220 krónur á evru til 1. nóvember og leituðu þá um 15,5 milljarðar króna. útgöngu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK