Bílar hafa lækkað um 8-16%

Nýir bílar lækkuðu í verði árið 2016.
Nýir bílar lækkuðu í verði árið 2016. mbl.is/Sigurður Bogi

Verð á nýjum bílum lækkaði jafnt og þétt sl. ár vegna hagstæðs gengis krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að bílar lækkuðu í verði um 8-16%.

Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir að þar hafi bílar lækkað um 10-16% á síðasta ári. „Síðustu 18 mánuðir voru mjög góðir hjá okkur. Einstaklingar og fyrirtæki eru að endurnýja bílana sína og eigum við von á að salan í ár verði ívið meiri en í fyrra,“ segir Páll ennfremur.

Markaðsstjóri BL, Loftur Ágústsson, hefur svipaða sögu að segja. Þar hafi algengustu gerðir bíla lækkað um 8-10%, en dæmi sé um tæplega 15% verðlækkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK