Veita styrki fyrir 835 milljónir

Rannsóknasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson.
Rannsóknasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur samþykkt að veita styrki til 65 nýrra verkefna fyrir alls 835 milljónir króna á þessu ári. Styrkirnir eru flestir til þriggja ára. Alls bárust 302 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni og var samtals sótt um rúmlega 4 milljarða. Úthlutunarhlutfallið í krónutölum er því um 21%. Einnig verður úthlutað tæplega 1800 milljónum í framhaldsstyrki fyrir verkefni frá 2015 og 2016. Sjóðurinn fékk um 2,5 milljarða á fjárlögum ársins 2017 til að fjármagna bæði nýja styrki og framhaldsstyrki.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Að þessu sinni voru veittir 4 öndvegisstyrkir, 33 verkefnisstyrkir, 14 rannsóknastöðustyrkir og 14 doktorsnemastyrkir. Öndvegisstyrkirnir eru stærstu styrkir sjóðsins og úthlutað var að þessu sinni til eftirfarandi verkefna:

  • Fötlun fyrir tíma fötlunar, verkefnisstjóri Hanna Björg Sigurjónsdóttir
  • ETHOS - Ný eðlisfræði hulduefnis: Áhrif á myndun, þróun og gerð vetrarbrauta, verkefnisstjóri Jesus Zavala Franco
  • Þjóðarátak gegn krabbameinum - Blóðskimun til bjargar, verkefnisstjóri Sigurður Yngvi Kristinsson
  • Langtímavaxtarsería kvarna og samloka í tengslum við viðgang þorskstofna og loftslag í NA-Atlantshafi, verkefnisstjóri Steven Campana

Alls voru skráðir 348 verkefnisstjórar á umsóknum, þar af 152 konur, en fleiri en einn verkefnisstjóri getur verið á öndvegis- og verkefnastyrkjum. Úthlutunarhlutfallið var jafnt á milli kynja.

Rannsóknasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir en hlutverk hans er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á Íslandi. Úthlutað er einu sinni á ári og er næsti umsóknarfrestur 15. júní næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK