Verðhækkanir og skammtanir á grænmeti

Jöklasalat er munaðarvara í Evrópu um þessar mundir.
Jöklasalat er munaðarvara í Evrópu um þessar mundir. AFP

Verð á grænmeti og ávöxtum hefur hækkað mjög í Evrópu að undanförnu vegna slæmrar tíðar á Suður-Spáni. 

Verð á kúrbít, tómötum, papriku og eggaldinum er gríðarlega hátt vegna þessa og hugsa viðskiptavinir sig um tvisvar áður en þeir kaupa slíkan munaðarvarning í dag.

Í Bretlandi hafa einhverjar matvöruverslanir brugðið á það ráð að skammta magnið af salati og brokkólí sem neytendur mega kaupa.

Barist er um kálið þessa dagana.
Barist er um kálið þessa dagana. AFP

Venjulega er tíðin mun betri meðfram Miðjarðarhafsströnd Spánar á þessum árstíma og hægt að rækta grænmeti þar allan ársins hring. Í desember rigndi þar dag eftir dag eins og hellt væri úr fötu og í janúar snjóaði á svæðum eins og Murcia, þar sem hjarta grænmetisræktunar slær. Þar hafði ekki komið snjókorn úr lofti í 34 ár. 

Stærstan hluta ársins koma um 30% af þeim fersku ávöxtum og grænmeti sem fara á markað í Evrópu frá Spáni. Að vetrarlagi fer hlutfallið í 50% og 80% þegar kemur að salati. 

En vegna slæmrar tíðar hefur framboðið af fersku grænmeti og ávöxtum frá Spáni dregist saman um 30% og á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti hefur framleiðslan minnkað um helming. Eru dæmi um að grænmetisbændur hafi glatað allri uppskerunni.

Tómatar
Tómatar mbl.is/Gúna

Verð á salati hefur tvöfaldast í Þýskalandi og jafnvel þrefaldast í Finnlandi vegna minna framboðs. Í Frakklandi kostar kúrbítur allt að fimm sinnum meira núna en í venjulegu árferði. Eins er nánast ekkert framboð af jöklasalati, blaðsalati og öðrum tegundum salats í boði. Svipaða sögu er að segja af þistilhjörtum.

Margir neytendur eru ósáttir við verðhækkanir og lítið framboð og hafa nýtt sér samfélagsmiðla til þess að láta reiði sína í ljós undir myllumerkjunum #lettucecrisis og #courgettecrisis.

mbl.is/Þorkell Þorkelsson
mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK