Senda lið í alþjóðlega keppni í fjárfestingum

„Aðalávinningurinn fyrir okkur er reynslan sem við öðlumst, en jafnframt …
„Aðalávinningurinn fyrir okkur er reynslan sem við öðlumst, en jafnframt eru stór fyrirtæki þarna á meðal styrktaraðila og allir þátttakendur þurfa að senda þeim ferilskrá sína. Þetta eru fyrirtæki eins og olíurisinn BP og Standard & Poor's í New York. Það er nokkuð um að fólk fái starfstilboð í kjölfar þátttöku í keppninni,“ sagði Einar Páll í samtali við Morgunblaðið. mbl/ Ómar Óskarsson

Óvænt frétt af félagi á hlutabréfamarkaði, líkt og nýleg frétt af lakari afkomuspá Icelandair sem leiddi til þess að bréf félagsins féllu mikið í verði, eru dæmi um verkefni eins og þau sem nemendur í Háskólanum í Reykjavík standa frammi fyrir í fjárfestingarkeppninni Rotman International Trading Competition sem fram fer í Rotman School of Management í Toronto í Kanada frá fimmtudeginum kemur og fram á laugardag.

Einar Páll Gunnarsson, einn fjögurra útskriftarnema sem skipa keppnislið HR, segir að liðið búi sig nú af kappi undir keppnina. Til mikils er að vinna en sigurliðið fær 10 þúsund kanadadali í verðlaun, jafngildi tæplega 850 þúsund króna. Þátttakan er að sögn Einars mikil og góð reynsla, auk þess sem stórfyrirtæki fylgjast vel með keppninni og bjóða fólki vinnu. „Aðalávinningurinn fyrir okkur er reynslan sem við öðlumst, en jafnframt eru stór fyrirtæki þarna á meðal styrktaraðila og allir þátttakendur þurfa að senda þeim ferilskrá sína. Þetta eru fyrirtæki eins og olíurisinn BP og Standard & Poor's í New York. Það er nokkuð um að fólk fái starfstilboð í kjölfar þátttöku í keppninni,“ sagði Einar Páll í samtali við Morgunblaðið.

Fyrsta íslenska liðið

Einar segir að bæði hann og þau Anton Reynir Hafdísarson, Bessí Þóra Jónsdóttir og Bjarki Þór Friðleifsson, sem skipa keppnisliðið, stefni að því að starfa við fjárfestingar í framtíðinni. Hann segist ekki vita til þess að íslensk lið hafi keppt í sambærilegri keppni áður. „Við erum að minnsta kosti fyrsti hópurinn úr HR sem tekur þátt.“

Einar segir að í keppninni þurfi liðin að takast á við ýmsa ólíka fjárfestingarkosti, svo sem skuldabréf, afleiður og hrávörur. „Keppnin fer öll fram í sýndarkauphöll. 52 skólar taka þátt, allsstaðar að úr heiminum, m.a. stórir háskólar eins og Columbia University, Caltech, MIT og fleiri.“

Spurður að því hvar þau hafi heyrt af keppninni segir Einar að tveir liðsmanna hafi verið í skiptinámi í Kanada, og hafi þar kynnst keppninni. Þá hafi félagsmenn í félaginu Ungir fjárfestar, sem þau eru einnig hluti af, kynnst fyrrverandi þátttakendum. „Þau sögðu að þetta væri alveg meiriháttar reynsla.“

Vantar skortsölu

Spurður að því hvort það sé eitthvað sem hann telji að vanti í íslensku kauphöllina, nefnir Einar skortsölu. „Að auðvelda skortsölu á íslenska markaðnum myndi gera markaðinn heilbrigðari. Það þarf að gefa grænt ljós á að lífeyrissjóðir megi lána verðbréf. Þar með yrði verðmyndun réttari, því fólk gæti brugðist við því ef menn telja bréf vera yfirverðlögð.“

Keppni í
kauphöllum
» Stórfyrirtæki eins og olíurisinn BP og Standard & Poor's í New York styrkja keppnina og leita sér að starfsmönnum.
» Í keppninni þurfa liðin að takast á við ýmsa ólíka fjárfestingarkosti, s.s. skuldabréf, afleiður og hrávörur.
» Vonast til að Háskólinn í Reykjavík sendi lið til keppni árlega.
» 52 háskólar taka þátt.
Einar Páll Gunnarsson.
Einar Páll Gunnarsson.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK