Stýrir 3.000 manna teymi hjá Teva

12 manns sitja í stjórn Teva og er Hafrún önn­ur …
12 manns sitja í stjórn Teva og er Hafrún önn­ur kon­an til þess að sitja í stjórn­inni frá stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins 1901.

Hafrún Friðriks­dótt­ir hef­ur verið skipuð í fram­kvæmda­stjórn Teva, sem er stærsti sam­heita­lyfja­fram­leiðandi heims. Hafrún er yfir þróun og skrán­ingu sam­heita­lyfja hjá Teva en um 3.000 manns starfa und­ir henni. Hún gekk til liðs við Teva á síðasta ári við yf­ir­töku fyr­ir­tæk­is­ins á Acta­vis.

12 manns sitja í stjórn Teva og er Hafrún önn­ur kon­an til þess að sitja í stjórn­inni frá stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins 1901. 

Hafrún starfar hjá Teva í New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um og hef­ur hún verið bú­sett þar frá ár­inu 2008. Hún sér ekki fram á að flytja til Ísra­els, þar sem höfuðstöðvar Teva eru,  vegna stöðunn­ar í fram­kvæmda­stjórn­inni en býst við því að fara þangað að minnsta kosti einu sinni í mánuði.

Var yfir þróunarsviði Actavis í Evrópu og Ameríku

Eins og fyrr seg­ir er Teva stærsti sam­heita­lyfja­fram­leiðandi heims og er starf­sem­in gríðar­stór. Um 50.000 manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu um all­an heim og gert er ráð fyr­ir því að sala Teva á samheitalyfjum og frumlyfjum á þessu ári nemi 23 millj­örðum Banda­ríkja­dala á heimsvísu.

Hafrún hef­ur starfað við þróun sam­heita­lyfja í tutt­ugu ár. Hún lauk námi í lyfja­fræði við Há­skóla Íslands árið 1987. Eft­ir það starfaði hún hjá sænska lyfja­fyr­ir­tæk­inu Pharmacia og bjó hún í Svíþjóð í tvö ár ásamt fjöl­skyldu sinni. Síðan fór hún heim til Íslands og hóf doktors­nám í eðlis­lyfja­fræði við Há­skóla Íslands árið 1992 og var þar við stunda­kennslu og rann­sókn­ir í fimm ár. Eft­ir að hafa varið doktors­rit­gerð sína árið 1997 fór hún að vinna hjá lyfjafyr­ir­tæk­inu Omega Pharma sem þró­un­ar­stjóri en fyr­ir­tækið var keypt af Acta­vis árið 2002. Hún var nú síðast yfir þró­un­ar­sviði Acta­vis í Evr­ópu og í Ameríku áður en hún hóf störf hjá Teva á síðasta ári eins og fyrr seg­ir. 

Höfuðstöðvar Teva í Jerúsalem.
Höfuðstöðvar Teva í Jerúsalem. AFP

Með þróunarsetur og rannsóknastöðvar um allan heim

Eins og kemur fram hér að framan starfa um 3.000 manns á sviðinu sem Hafrún stýrir.  Þrjú þróunarsetur eru í Bandaríkjunum, eitt í  Ísrael, sem er stærsta þróunarsetrið. Til viðbótar eru þróunarsetur í Ungverjalandi, Rúmeníu, Króatíu, Bretlandi, Írlandi, Indlandi, Síle, Argentínu, Japan og á Íslandi. Til viðbótar við þróunarsetur, þá heyra fimm klínískar rannsóknarstöðvar á Indlandi og í Bandaríkjunum undir svið Hafrúnar. Þá tilheyrir skráningarsviðið einnig þróunarsviðinu, en það sér um skráningar samheitalyfja á öllum mörkuðum á heimsvísu.

Til­kynnt var um að Hafrún myndi taka sæti í fram­kvæmda­stjórn­inni fyr­ir viku síðan. „Við kaup Teva á Actavis urðu breytingar á uppbyggingu og framkvæmdarstjórn fyrirtækisins, sem leiddi til þess að mér var boðin staða í framkvæmdastjórn Teva,“ seg­ir Hafrún aðspurð hvort að skip­un­in hafi komið henni á óvart og hvort að ein­hver aðdrag­andi hafi verið að þess­um breyt­ing­um. „Ég er nátt­úru­lega ekki búin að vera lengi hjá Teva en mjög lengi í þess­um bransa.“

Enginn kemst nálægt Teva

Hafrún útskýrir fyrir blaðamanni að ekkert fyr­ir­tæki í sam­heita­lyfja­geir­an­um kom­ist ná­lægt því sem Teva er í dag. Til að mynda sendi Teva inn 61 nýtt sam­heita­lyf til skráningar í Banda­ríkj­un­um á síðasta ári og aðspurð hvort að það sé mikið seg­ir Hafrún að næsta fyr­ir­tæki á eft­ir Teva hafi mögu­lega sent inn 20 - 30 umsóknir til skráningar i Bandaríkjunum.

„Banda­ríski samheitalyfjaiðnaður­inn geng­ur mikið út á það að vera fyrstur til að senda inn og skrá sam­heita­lyf. Síðasta ár vor­um við staðfest með 28 „first to file“ eins og það er kallað. Venjulega fær það fyrirtæki sem er fyrst til að senda inn samheitalyf til skráningar i Bandaríkjunum, sex mánaða tímabil þar sem það er eina samheitalyfið á markaði. Það fyrirtæki sem var með næst flest svo kallað „first to file“ var með 5-6 umsóknir á samheitalyfjum. Þannig að þetta er ansi breytt bil“ seg­ir Hafrún.

Teva skráir ekki einungis lyf á Bandaríkjamarkaði heldur segir Hafrún Evrópu og markaði utan Evrópu og Bandaríkjanna einnig mjög mikilvæga fyrir fyrirtækið. „Árið 2016 sendum við inn hundruð umsókna til skráningar á lyfjum um allan heim til þess að styðja við framtíðarvöxt Teva,“ segir Hafrún.

„Eftir kaupin á Actavis hefur verið unnið markvisst að endurskipulagningu fyrirtækisins. Teva er framsækið og spennandi fyrirtæki, auðvitað erum við að takast á við vandamál líkt og fleiri lyfjafyrirtæki í heiminum í dag en framtíðin er björt og ég hlakka til að takast á við ný verkefni í framkvæmdastjórninni,“ segir Hafrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK