Fá stærri sneið af íslenska Dominos

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Dominos í Englandi (Domino´s Pizza Group), sem í dag á 49% hlut í íslenska Dominos, muni í framtíðinni eignast hluti íslensku keðjunnar í Skandinavíu. Þá mun breska félagið eignast 2% auka hlut íslenska félaginu hér á landi og veðrur þar með ráðandi hluthafi með 51% eignarhlut. 

Viðskiptablaðið greinir frá þessu og hefur eftir eiganda Dominos á Íslandi, Birgi Bieltvedt, að breska félagið hafi boðið mjög gott verð í bréfin. Með viðskiptunum hafi íslensku hluthafarnir margfaldað fjárfestingu sína í Skandinavíu frá árinu 2011.

Dom­in­os í Bretlandi keypti á síðasta ári um­tals­verðan hlut í Dom­in­os á Íslandi.

Frétt mbl.is: Breska Dom­in­o's fjár­fest­ir í Dom­in­o's á Íslandi

Þegar Birgir seldi hlut sinn í Hard Rock á dögunum sagði hann ástæðuna vera að breska Dominos hefði beðið hann um að einbeita sér í meiri mæli að upp­bygg­ingu keðjunn­ar á Norður­lönd­un­um og mögu­lega Eystra­salts­ríkj­un­um.

Frétt mbl.is: Birgir selur hlut sinn í Hard Rock

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK